Þjáning þolenda eða upprisa gerenda Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 19. apríl 2022 15:01 Það er maður dæmdur fyrir kynferðisbrot í ættinni minni og mörgum í fjölskyldunni finnst sú staðreynd afar óþægileg. Eðlilega svo. Helst talar enginn um það, og síst af öllu við mig vegna starfsvettvangs míns. Það er oft erfitt að vakna til vitundar þegar kemur að siðleysi þeirra sem maður elskar, og erfiðara þegar siðleysið er meira en þú taldir mögulegt hjá fólki almennt. Það er flókið og erfitt fyrir foreldra og aðra ástvini þegar einhver sem þú hefur átt þátt í að ala upp, elskar skilyrðislaust og deilir hafsjó af fallegum minningum með gerir eitthvað svo siðlaust og illt að þolendurnir eru í kjölfarið verr útsettir en aðrir fyrir ýmsum alvarlegum heilsufarsbrestum það sem eftir er. Það er vitað mál að það er siðferðislegur stigsmunur á eðli kynferðisbrota en afleiðingarnar skerða alltaf lífsgæði þolenda á einhvern hátt. Sú staðreynd er óboðleg og alvarlega á skjön við lágmarks mannréttindi í samfélagi siðaðra manna. Þrátt fyrir það virðumst við félagslega samþykkja þessi mannréttindabrot og sendum þolendum þau skilaboð að reynsla þeirra sé óþægileg afheyrnar. Almennt er gerð sú óskráða krafa um að þolendur beri harm sinn í hljóði – bognir og beygðir. Algengar afleiðingar af kynferðisofbeldi (óháð kyni) eru m.a. áfallastreituröskun, kvíði, þunglyndi, átröskun, einangrun, erfiðleikar í samskiptum, erfiðleikar með svefn og einbeitingu, erfiðleikar í kynlífi og oft ögrandi kynferðisleg hegðun. Þá er algengt að þolendur glími við lélega sjálfsmynd í kjölfarið af kynferðisofbeldi, hafi líkamlega verki, stundi sjálfsskaða og upplifi sjálfsvígshugsanir. Tilfinningar eins og ótti, reiði, skömm og sektarkennd geta ásótt þolendur í miklum mæli og skert lífsgæði þeirra stórkostlega. Taugakerfið er ekki forritað til að meta hættur í nánum samböndum eða í samskiptum við ástvini. Taugakerfi okkar getur því fengið áfall þegar frávikshegðun á sér stað, sérstaklega frávikshegðun jafn alvarleg og kynferðisbrot. Fyrstu viðbrögð áfalls er venjulega að afneita staðreyndum. Ég skil vel að aðstandendur gerenda leiti þangað fyrst, enda er þetta upplifun sem ekki er eðlilegt að upplifa á hefðbundnu lífsskeiði. Það verður eins konar ofhleðsla á upplýsingum sem þú upplifir þig ekki geta unnið úr. Þú upplifir bjargarleysi gagnvart þessum yfirþyrmandi tilfinningum og leitar jafnvel í skaðleg bjargráð til að halda floti. Við upplifum hollustuklemmu í formi lamandi samviskubits: Má ég halda áfram að elska og styðja manneskjuna mína sem gerir öðrum eitthvað bæði illt og siðlaust? Já það má. Það má hins vegar ekki gera lítið úr alvarleika brotsins, rengja reynslu þolenda, eða gera kröfu um gagnrýnislausa endurkomu geranda. Tölfræði endurspeglar staðreyndir og styður við þekkingarmótun, en geðþóttaskoðanir geta haft neikvæð og skaðleg áhrif á almannaálit. Þegar kemur að tilvist kynferðisafbrota virðist eiga sér stað einhver raunveruleikafirring í íslensku samfélagi. Líklega hefur það verið þannig alla tíð enundanfarin ár hefur þó komið betur í ljós hve uggvænlegaalgeng kynferðisbrot eru í íslensku samfélagi. Góð og gild tölfræðigögn rökstyðja þessa fullyrðingu. Í tölfræðigagnagrunni EUROSTAT er að finna upplýsingar um efnisflokkaðar staðtölur um afbrot úr málaskrá evrópskra lögregluembætta. Þær upplýsingar gefa hugmynd um tíðni kynferðisbrota á Íslandi, í samanburði við önnur Norðurlönd og Evrópuríki. Þær tölur benda til þess að í það minnsta á árunum 2017-2019 hafi tíðni kynferðisafbrota hér á landi verið umtalsvert hærri í flestum öðrum ríkjum á Norðurlöndum, að Svíþjóð undanskilinni. Ég hvet forvitna og röklausa til að lesa þessa tölfræði, sem og ársskýrslur Stígamóta, Bjarkarhlíðar og Kvennaathvarfsins. Einnig hvet ég fólk til að skoða heimasíður Rótarinnar, Aflsins, Heimilisfriðar og Taktu skrefið. Kyndbundið ofbeldi er staðreynd, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu. Þetta er staðfest af alþjóðasamtökum á borð við UNICEF, EUROSTAT og World Health Organization (WHO), sem rannsaka tíðni og birtingarmyndir ofbeldis. WHO skilgreinir ofbeldi gegn konum á heimsvísu sem faraldur og rannsakar það út frá faraldsfræðum. Staðan er grafalvarleg og konum sýnilega stórhættuleg. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða vegna útbreiðslu þessarar siðlausu og refsiverðu hegðunar. Þolendur, þau sem þá styðja, aktívistar og femínistar af öllum kynjum eru að berjast til betrunar þessum kynbundna og hættulega heimi. Þetta er liðið sem þú vilt vera í, bæði út frá siðferðis- og mannréttindasjónarmiðum. Í stað þess að hlaupa í offorsi að þolendum og smætta tilvist þeirra með að gera lítið úr upplifun þeirra eða draga í efa að brot hafi raunverulega átt sér stað, þarftu að staldra við og standa andspænis staðreyndum, þótt óþægilegar séu. Í ársskýrslu Stígamóta 2019 kemur fram að af þeim 489 einstaklingum, sem komu í fyrsta sinn til Stígamóta það árið, kærðu 75 einstaklingar ofbeldið til lögreglu. Af þeim 75 kærum sem lagðar voru fram var gefin út ákæra í 20 málum. Enn og aftur neyðist maður að taka það fram að þessar tölur endurspegla ekki að dómstóll telji ekki að brotið hafi átt sér stað, heldur að nær ógerlegt sé að sanna þau fyrir dómi. Af þeim 20 málum þar sem ákæra var gefin út lauk þremur með sýknu, í þremur tilvikum lauk málinu með skilorðsbundnum dómi, en óvíst er um afdrif þriggja mála. Sakfellingarhlutfall fyrir héraðsdómstólum hefur því verið um2,87–3,48%. Augljóst hlýtur því að vera, óháð raunverulegum fjölda brota, að aðeins lítið brot gerenda þarf að sæta refsiábyrgð fyrir brot sín. Gerandi blómstrar í gaslýstri veröld Þegar kemur að þeim sem brjóta kynferðislega á öðrum viljum við að þetta séu fram úr hófi óaðlaðandi menn sem enginn vill þekkja og að þeir séu helst eingetnir og án móður. Krafan er órökrétt en í samræmi við heimsmyndarósk þeirra sem ekkert illt vilja sjá eða vita. Við viljum að þeir líti út fyrir að vilja öðrum skaða. Við viljum að þeir þekki ekki fórnarlömb sín og ráðist á þau úr launsátri þar sem þau eru grunlaus, varnarlaus og ein. Staðreyndin er hins vegar önnur og það virðist skekkja heimsmynd fólks. Kynferðisbrot á sér oftast stað innan fjölskyldna, ástarsambanda eða annarra kunnugra rýma. Kynferðisafbrotamenn samtímans eru m.a. vinir okkar, makar, feður, synir, afar og frændur. Þetta geta líka verið óskabörn þjóðarinnar, dáðadrengir og sameiningartákn bæja og borga. Þetta eru menn sem fólk kann vel við og þykir vænt um. Þegar þessir einstaklingar eru grunaðir um kynferðisbrot virðist heimsmynd margra hrynja. Aðstandendur og aðdáendur upplifa hollustuklemmu og þar sem kynferðisafbrot eru alvarleg og ógeðfelld frávikshegðun virðist of mörgum tamara að deila sökinni með þolanda, afneita sannleikanum eða afbaka staðreyndir. Þolandinn þjáist í kjölfarið meira en þurfa þykir, upplifir sig án stuðnings og er þar af leiðandi fullur efasemda um alvarleika eða jafnvel tilvist brotsins. Gerendameðvirkni og gaslýsing ryður sér til rúms með offorsi og andúð. Góður ásetningur og einlæg ósk er tilgangslaus í krefjandi orðræðu Blind hollusta, brengluð. af góðum minningum, fallegum barnamyndum, raunveruleikaflótta og staðreyndafælni, getur orsakað siðlausa samskiptatækni í bæði ræðu og riti sem getur verið skaðleg sálarheill þolenda. Einn slíkur pistill birtist um daginn. Gerð var einhverskonar óskiljanleg krafa á hendur þeirra sem talið var að bæði útskúfunar- og bannfæringarvald hafa um að veita geranda kynferðisafbrota tafarlausa syndaaflausn. Afvegaleiðing orðræðunnar fólst m.a. í mikilfenglegum ótta miðaldra konu við ímyndaðan múg í mannorðsmorðham og í sjálfsyfirlýstri betrun geranda en ekki alvarleika brota hans. Hann er jú búinn að setja tappann í flöskuna, tala við einhverja af þolendum sínum og kominn í peysu. Það er vert að minna á að athygli og áfengi búa ekki til kynferðisafbrotamann. Eitruð viðhorf, sumar persónuleikaraskanir og hættulegur skortur á mannkostum geta hinsvegar átt stóran þátt í því. Að mati mannsins hafði hann gengst við ábyrgð á því að sýna konum siðlausa háttsemi og farið yfir mörk þeirra. Eðli brota hans virtust þó óljós í eigin yfirlýsingu. Hann taldi sig hinsvegar breyttan og betri mann sem hafi sýnt sjálfhverfa hegðun og ekki alltaf verið meðvitaður um hvenær hann væri að beita ofbeldishegðun. Hann taldi sig nú vita betur og vera maður í mótun. Því stakk mig þegar hann hvatti aðrar sem mögulega upplifðu hann hafa brotið á sér til að hafa samband við hann. Þrátt fyrir þetta umbreytingarferli og betri vitund varðandi mörk og brot virðist hann ekkihafa tölu á hugsanlegum þolendum sínum. Erum við viss um að þannig maður hafi hlotið næga betrun til að snúa aftur í sviðsljósið. Má ekki velta því fyrir sér í samfélagi sem er tölfræðilega rökstutt sem skaðlegt konum? Útskúfun og bannfæring eru orð og athæfi sem þolendur kynferðisafbrota þekkja mun betur en gerendur þeirra. Að halda því fram að einfaldur og máttlaus pistill, stútfullur af geðþóttaskoðunum, forréttindablindu og aumingjavæðingu, fái þolendur kynferðisbrota og alla sem þá styðja til að endurskoða baráttuhug sinn, afstöðu og hugrekki er fásinna. Að koma inn á Stígamót, kannski áratugum eftir kynferðisbrot, eru þung skref. Skömmin er bæði þung og lífsgæðaskerðandi byrði sem þolendur eiga engan hlut í en bera samt, m.a vegna skilningsleysi samfélaga og eitraðra viðhorfa sem upphefja meðvirkan hugsunarhátt sem í dag á við engin skynsamleg rök að styðjast. Skynsemi og viðtekinn hugsunarháttur eru langt frá því að vera alltaf taktfastir ferðafélagar. Margir þolendur upplifa lítið gert úr upplifun þeirra þegar þeir lesa óábyrga pistla þar sem athygli er vakin á sálrænum þjáningum þeirra sem beita kynferðisofbeldi og alvarleika svokallaðrar útskúfunarmenningar. Möguleiki er að skömmin sem flestir þolendur eru neyddir til að bera verði þeim með öllu yfirþyrmandi. Sjálfsvíg er þekkt afleiðing af mörgum alvarlegum áföllum, m.a. kynferðisofbeldi. Þetta vita þau sem fræða sig og skilja þar af leiðandi mikilvægi áfallamiðaðrar nálgunar í bæði ræðu og riti. Það eru siðaskipti að eiga sér stað, hvort sem þér líkar það betur eða verr, og þeim fylgja óþægilegar tilfinningar. Ef þú ert ekki þolandi eða ástvinur þolanda eru þessi tímabundnu óþægindi það eina sem þú þarft að þola. Prísaðu þig sæla og sýndu stuðning eða steinþegiðu. Ráð við óþægileika staðreynda Ef þér líður óþægilega með öll þessi kynferðisbrot í íslensku samfélagi vil ég hvetja þig til að nota lausna- og staðreyndamiðaða nálgun og leita þér upplýsinga sem eru byggðar á sannreyndum rannsóknum, frekar en geðþóttaskoðunum, reynslu og meintu umburðarlyndi þeirra sem einungis hafa það fram yfir þig af hafa lifað lengur. Þetta eru stór siðaskipti og þeim fylgja óþægileg endurvakning og skrykkjótt heilunarferli fyrir marga. Við skiljum það vel. Ég hvet aðstandendur gerenda að hafa samband við Stígamót. Við skiljum að aðstæður ykkar eru erfiðar og viljum styðja ykkur í að storka sjálfhverfu- og siðleysishegðun ástvina ykkar á uppbyggjandi hátt fyrir fjölskyldu ykkar og samfélagið. Hafi hegðun þeirra gerst brotleg við lög er eðlilegt að þolendur vilji kæra. Það er krafa réttarríkisins og eðlileg mannréttindi allra. Þessu þarf að mæta með æðruleysi og vilja til að skilja betur alvarleika afleiðinga kynferðisofbeldis. Til þeirra bræðra okkar sem vilja skilja betur baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og hvernig best sé að leggja henni lið bendi ég á Bandamannanámskeiðin hjá Stígamótum. En það er dyggð að fyrirgefa, er það ekki annars? Hin upphafða en á sama tíma skaðlega dyggð, sem eignuð er guðhræddu fólki og felst í takmarkalausum skilningi og fyrirgefningu allra synda, á rætur sínar að rekja m.a. til feðraveldishugmynda og úreltra trúarlegra siðgæðishugmynda sem í dag eru í engu samræmi við alvarleika og afleiðingar ofbeldisverka. Köfur um fyrirgefningu á forsendum gerenda og þeirra sem þykir vænt um þá, og háværar en samkenndarlausar kröfur um gagnrýnislausa endurkomu í samfélag manna eftir brot, eru móðgun við þolendur ofbeldis og þau sem þá styðja. Tími syndaaflausnar gerenda er ekki í forgangi í þessari byltingu, óháð meintu iðrunarópi. Afhjúpun skaðlegrar og langvinnrar gerendameðvirkni og venjuvæðing og tilvist óáreittrar umræðu um þjáningar þolenda er í forgangi sem stendur. Nærfjölskyldan og fagfólk er best til þess fallið að hugsa um gerendur núna. Þetta er frábær tími til að vera gerandi í bata. Samtök eins og Heimilisfriður og Taktu skrefið bjóða framúrskarandi aðstoð þungavigtarfagfólks, fræðslu og stuðning til þeirra sem vilja hætta að meiða aðra eða hafa áhyggjur af hegðun sinni. Fjölmiðlayfirlýsingar um nýfundið siðferði sem mamma þín vottar er ekki beint smekklegt núna. Ég skil það svo sem ef atvinna þín byggist á aðdáun annarra. Því fylgir skiljanlega gremja og vanlíðan að vera neyddur til að skipta um atvinnu eða vera flæmdur í burtu. Spyrjið bara þolendur. Vanlíðan gerenda á samt sem áður ekki að vera höfuðverkur þolenda eða taka athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli: Því að á Íslandi hafi fyrir stuttu mælst að kynferðisbrot á hverja 100.000 íbúa sé fleiri en á næstum öllum öðrum Norðurlöndum. Iðrun og meint einlægni manns, sem má vera að sé bæði huggulegur og hæfileikaríkur, má ekki taka athyglina af vandanum frá nú þegar staðreyndafælinni þjóð. Takk þolendur! Þolendur eru svo sannarlega að fara fram á ábyrgð gerenda í eigin málum. Hinsvegar skiptir orðræða þessar ábyrgðarmiklu máli. Missir hún marks er hún gagnslaus málaflokknum og er ég hrædd um að sú hafi verið raunin hér. Þolendur og þau sem þá styðja gera kröfu um að í yfirlýsingum þeirra sem segjast iðrast, felist játning á viðhorfi sem er bæði óboðlegt og óásættanlegt í samfélagi siðaðra manna. Spurningin um hvenær gerendur eiga aftur endurkvæmt út í samfélagið eða sviðsljósið á lítið erindi í umræðuna núna. Upplifun þeirra örfáu gerenda sem hljóta dóm eða viðurkenna siðleysi sitt þarf að víkja fyrir óumdeilanlegri staðfestingu samfélagsins á tilvist brota og þjáningum þolenda. Það sem beðið er eftir að gerandi segi er m.a. “Ég taldi mitt kyn æðra öðrum kynjum og þessvegna gerði ég það sem ég vildi við líkama þinn og mér var sama um allar afleiðingar þess fyrir þig. Ef þú hefðir ekki sagt frá hefði ég örugglega ekki stoppað. Takk þolendur fyrir að stoppa mig og mínu skaðlegu og eitruðu hegðun. Fyrr mun ekki marktækt framfaraskref hafa átt sér stað í siðferðisvitund þeirra sem beita aðra kynferðisofbeldi. Á meðan við erum enn að draga orð þolenda í efa af því að það er óþægilegt fyrir okkur þegar siðlaus hegðun nákominna kallar á athygli og aðgerðir eða buxur þolenda eru álitaefni í augum dómara, þá verðum við að viðurkenna að við erum enn óralangt frá hápunti siðferðisþroska manneskjunnar og hluttekningu heildarinnar. Alveg óháð því hvað okkur líður óþægilega með þetta allt saman er þetta ennþá tími þjáningar þolenda en ekki upprisu gerenda, þó að móðir hans hafi átt erfitt ár. Höfundur er ráðgjafi á Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er maður dæmdur fyrir kynferðisbrot í ættinni minni og mörgum í fjölskyldunni finnst sú staðreynd afar óþægileg. Eðlilega svo. Helst talar enginn um það, og síst af öllu við mig vegna starfsvettvangs míns. Það er oft erfitt að vakna til vitundar þegar kemur að siðleysi þeirra sem maður elskar, og erfiðara þegar siðleysið er meira en þú taldir mögulegt hjá fólki almennt. Það er flókið og erfitt fyrir foreldra og aðra ástvini þegar einhver sem þú hefur átt þátt í að ala upp, elskar skilyrðislaust og deilir hafsjó af fallegum minningum með gerir eitthvað svo siðlaust og illt að þolendurnir eru í kjölfarið verr útsettir en aðrir fyrir ýmsum alvarlegum heilsufarsbrestum það sem eftir er. Það er vitað mál að það er siðferðislegur stigsmunur á eðli kynferðisbrota en afleiðingarnar skerða alltaf lífsgæði þolenda á einhvern hátt. Sú staðreynd er óboðleg og alvarlega á skjön við lágmarks mannréttindi í samfélagi siðaðra manna. Þrátt fyrir það virðumst við félagslega samþykkja þessi mannréttindabrot og sendum þolendum þau skilaboð að reynsla þeirra sé óþægileg afheyrnar. Almennt er gerð sú óskráða krafa um að þolendur beri harm sinn í hljóði – bognir og beygðir. Algengar afleiðingar af kynferðisofbeldi (óháð kyni) eru m.a. áfallastreituröskun, kvíði, þunglyndi, átröskun, einangrun, erfiðleikar í samskiptum, erfiðleikar með svefn og einbeitingu, erfiðleikar í kynlífi og oft ögrandi kynferðisleg hegðun. Þá er algengt að þolendur glími við lélega sjálfsmynd í kjölfarið af kynferðisofbeldi, hafi líkamlega verki, stundi sjálfsskaða og upplifi sjálfsvígshugsanir. Tilfinningar eins og ótti, reiði, skömm og sektarkennd geta ásótt þolendur í miklum mæli og skert lífsgæði þeirra stórkostlega. Taugakerfið er ekki forritað til að meta hættur í nánum samböndum eða í samskiptum við ástvini. Taugakerfi okkar getur því fengið áfall þegar frávikshegðun á sér stað, sérstaklega frávikshegðun jafn alvarleg og kynferðisbrot. Fyrstu viðbrögð áfalls er venjulega að afneita staðreyndum. Ég skil vel að aðstandendur gerenda leiti þangað fyrst, enda er þetta upplifun sem ekki er eðlilegt að upplifa á hefðbundnu lífsskeiði. Það verður eins konar ofhleðsla á upplýsingum sem þú upplifir þig ekki geta unnið úr. Þú upplifir bjargarleysi gagnvart þessum yfirþyrmandi tilfinningum og leitar jafnvel í skaðleg bjargráð til að halda floti. Við upplifum hollustuklemmu í formi lamandi samviskubits: Má ég halda áfram að elska og styðja manneskjuna mína sem gerir öðrum eitthvað bæði illt og siðlaust? Já það má. Það má hins vegar ekki gera lítið úr alvarleika brotsins, rengja reynslu þolenda, eða gera kröfu um gagnrýnislausa endurkomu geranda. Tölfræði endurspeglar staðreyndir og styður við þekkingarmótun, en geðþóttaskoðanir geta haft neikvæð og skaðleg áhrif á almannaálit. Þegar kemur að tilvist kynferðisafbrota virðist eiga sér stað einhver raunveruleikafirring í íslensku samfélagi. Líklega hefur það verið þannig alla tíð enundanfarin ár hefur þó komið betur í ljós hve uggvænlegaalgeng kynferðisbrot eru í íslensku samfélagi. Góð og gild tölfræðigögn rökstyðja þessa fullyrðingu. Í tölfræðigagnagrunni EUROSTAT er að finna upplýsingar um efnisflokkaðar staðtölur um afbrot úr málaskrá evrópskra lögregluembætta. Þær upplýsingar gefa hugmynd um tíðni kynferðisbrota á Íslandi, í samanburði við önnur Norðurlönd og Evrópuríki. Þær tölur benda til þess að í það minnsta á árunum 2017-2019 hafi tíðni kynferðisafbrota hér á landi verið umtalsvert hærri í flestum öðrum ríkjum á Norðurlöndum, að Svíþjóð undanskilinni. Ég hvet forvitna og röklausa til að lesa þessa tölfræði, sem og ársskýrslur Stígamóta, Bjarkarhlíðar og Kvennaathvarfsins. Einnig hvet ég fólk til að skoða heimasíður Rótarinnar, Aflsins, Heimilisfriðar og Taktu skrefið. Kyndbundið ofbeldi er staðreynd, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu. Þetta er staðfest af alþjóðasamtökum á borð við UNICEF, EUROSTAT og World Health Organization (WHO), sem rannsaka tíðni og birtingarmyndir ofbeldis. WHO skilgreinir ofbeldi gegn konum á heimsvísu sem faraldur og rannsakar það út frá faraldsfræðum. Staðan er grafalvarleg og konum sýnilega stórhættuleg. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða vegna útbreiðslu þessarar siðlausu og refsiverðu hegðunar. Þolendur, þau sem þá styðja, aktívistar og femínistar af öllum kynjum eru að berjast til betrunar þessum kynbundna og hættulega heimi. Þetta er liðið sem þú vilt vera í, bæði út frá siðferðis- og mannréttindasjónarmiðum. Í stað þess að hlaupa í offorsi að þolendum og smætta tilvist þeirra með að gera lítið úr upplifun þeirra eða draga í efa að brot hafi raunverulega átt sér stað, þarftu að staldra við og standa andspænis staðreyndum, þótt óþægilegar séu. Í ársskýrslu Stígamóta 2019 kemur fram að af þeim 489 einstaklingum, sem komu í fyrsta sinn til Stígamóta það árið, kærðu 75 einstaklingar ofbeldið til lögreglu. Af þeim 75 kærum sem lagðar voru fram var gefin út ákæra í 20 málum. Enn og aftur neyðist maður að taka það fram að þessar tölur endurspegla ekki að dómstóll telji ekki að brotið hafi átt sér stað, heldur að nær ógerlegt sé að sanna þau fyrir dómi. Af þeim 20 málum þar sem ákæra var gefin út lauk þremur með sýknu, í þremur tilvikum lauk málinu með skilorðsbundnum dómi, en óvíst er um afdrif þriggja mála. Sakfellingarhlutfall fyrir héraðsdómstólum hefur því verið um2,87–3,48%. Augljóst hlýtur því að vera, óháð raunverulegum fjölda brota, að aðeins lítið brot gerenda þarf að sæta refsiábyrgð fyrir brot sín. Gerandi blómstrar í gaslýstri veröld Þegar kemur að þeim sem brjóta kynferðislega á öðrum viljum við að þetta séu fram úr hófi óaðlaðandi menn sem enginn vill þekkja og að þeir séu helst eingetnir og án móður. Krafan er órökrétt en í samræmi við heimsmyndarósk þeirra sem ekkert illt vilja sjá eða vita. Við viljum að þeir líti út fyrir að vilja öðrum skaða. Við viljum að þeir þekki ekki fórnarlömb sín og ráðist á þau úr launsátri þar sem þau eru grunlaus, varnarlaus og ein. Staðreyndin er hins vegar önnur og það virðist skekkja heimsmynd fólks. Kynferðisbrot á sér oftast stað innan fjölskyldna, ástarsambanda eða annarra kunnugra rýma. Kynferðisafbrotamenn samtímans eru m.a. vinir okkar, makar, feður, synir, afar og frændur. Þetta geta líka verið óskabörn þjóðarinnar, dáðadrengir og sameiningartákn bæja og borga. Þetta eru menn sem fólk kann vel við og þykir vænt um. Þegar þessir einstaklingar eru grunaðir um kynferðisbrot virðist heimsmynd margra hrynja. Aðstandendur og aðdáendur upplifa hollustuklemmu og þar sem kynferðisafbrot eru alvarleg og ógeðfelld frávikshegðun virðist of mörgum tamara að deila sökinni með þolanda, afneita sannleikanum eða afbaka staðreyndir. Þolandinn þjáist í kjölfarið meira en þurfa þykir, upplifir sig án stuðnings og er þar af leiðandi fullur efasemda um alvarleika eða jafnvel tilvist brotsins. Gerendameðvirkni og gaslýsing ryður sér til rúms með offorsi og andúð. Góður ásetningur og einlæg ósk er tilgangslaus í krefjandi orðræðu Blind hollusta, brengluð. af góðum minningum, fallegum barnamyndum, raunveruleikaflótta og staðreyndafælni, getur orsakað siðlausa samskiptatækni í bæði ræðu og riti sem getur verið skaðleg sálarheill þolenda. Einn slíkur pistill birtist um daginn. Gerð var einhverskonar óskiljanleg krafa á hendur þeirra sem talið var að bæði útskúfunar- og bannfæringarvald hafa um að veita geranda kynferðisafbrota tafarlausa syndaaflausn. Afvegaleiðing orðræðunnar fólst m.a. í mikilfenglegum ótta miðaldra konu við ímyndaðan múg í mannorðsmorðham og í sjálfsyfirlýstri betrun geranda en ekki alvarleika brota hans. Hann er jú búinn að setja tappann í flöskuna, tala við einhverja af þolendum sínum og kominn í peysu. Það er vert að minna á að athygli og áfengi búa ekki til kynferðisafbrotamann. Eitruð viðhorf, sumar persónuleikaraskanir og hættulegur skortur á mannkostum geta hinsvegar átt stóran þátt í því. Að mati mannsins hafði hann gengst við ábyrgð á því að sýna konum siðlausa háttsemi og farið yfir mörk þeirra. Eðli brota hans virtust þó óljós í eigin yfirlýsingu. Hann taldi sig hinsvegar breyttan og betri mann sem hafi sýnt sjálfhverfa hegðun og ekki alltaf verið meðvitaður um hvenær hann væri að beita ofbeldishegðun. Hann taldi sig nú vita betur og vera maður í mótun. Því stakk mig þegar hann hvatti aðrar sem mögulega upplifðu hann hafa brotið á sér til að hafa samband við hann. Þrátt fyrir þetta umbreytingarferli og betri vitund varðandi mörk og brot virðist hann ekkihafa tölu á hugsanlegum þolendum sínum. Erum við viss um að þannig maður hafi hlotið næga betrun til að snúa aftur í sviðsljósið. Má ekki velta því fyrir sér í samfélagi sem er tölfræðilega rökstutt sem skaðlegt konum? Útskúfun og bannfæring eru orð og athæfi sem þolendur kynferðisafbrota þekkja mun betur en gerendur þeirra. Að halda því fram að einfaldur og máttlaus pistill, stútfullur af geðþóttaskoðunum, forréttindablindu og aumingjavæðingu, fái þolendur kynferðisbrota og alla sem þá styðja til að endurskoða baráttuhug sinn, afstöðu og hugrekki er fásinna. Að koma inn á Stígamót, kannski áratugum eftir kynferðisbrot, eru þung skref. Skömmin er bæði þung og lífsgæðaskerðandi byrði sem þolendur eiga engan hlut í en bera samt, m.a vegna skilningsleysi samfélaga og eitraðra viðhorfa sem upphefja meðvirkan hugsunarhátt sem í dag á við engin skynsamleg rök að styðjast. Skynsemi og viðtekinn hugsunarháttur eru langt frá því að vera alltaf taktfastir ferðafélagar. Margir þolendur upplifa lítið gert úr upplifun þeirra þegar þeir lesa óábyrga pistla þar sem athygli er vakin á sálrænum þjáningum þeirra sem beita kynferðisofbeldi og alvarleika svokallaðrar útskúfunarmenningar. Möguleiki er að skömmin sem flestir þolendur eru neyddir til að bera verði þeim með öllu yfirþyrmandi. Sjálfsvíg er þekkt afleiðing af mörgum alvarlegum áföllum, m.a. kynferðisofbeldi. Þetta vita þau sem fræða sig og skilja þar af leiðandi mikilvægi áfallamiðaðrar nálgunar í bæði ræðu og riti. Það eru siðaskipti að eiga sér stað, hvort sem þér líkar það betur eða verr, og þeim fylgja óþægilegar tilfinningar. Ef þú ert ekki þolandi eða ástvinur þolanda eru þessi tímabundnu óþægindi það eina sem þú þarft að þola. Prísaðu þig sæla og sýndu stuðning eða steinþegiðu. Ráð við óþægileika staðreynda Ef þér líður óþægilega með öll þessi kynferðisbrot í íslensku samfélagi vil ég hvetja þig til að nota lausna- og staðreyndamiðaða nálgun og leita þér upplýsinga sem eru byggðar á sannreyndum rannsóknum, frekar en geðþóttaskoðunum, reynslu og meintu umburðarlyndi þeirra sem einungis hafa það fram yfir þig af hafa lifað lengur. Þetta eru stór siðaskipti og þeim fylgja óþægileg endurvakning og skrykkjótt heilunarferli fyrir marga. Við skiljum það vel. Ég hvet aðstandendur gerenda að hafa samband við Stígamót. Við skiljum að aðstæður ykkar eru erfiðar og viljum styðja ykkur í að storka sjálfhverfu- og siðleysishegðun ástvina ykkar á uppbyggjandi hátt fyrir fjölskyldu ykkar og samfélagið. Hafi hegðun þeirra gerst brotleg við lög er eðlilegt að þolendur vilji kæra. Það er krafa réttarríkisins og eðlileg mannréttindi allra. Þessu þarf að mæta með æðruleysi og vilja til að skilja betur alvarleika afleiðinga kynferðisofbeldis. Til þeirra bræðra okkar sem vilja skilja betur baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og hvernig best sé að leggja henni lið bendi ég á Bandamannanámskeiðin hjá Stígamótum. En það er dyggð að fyrirgefa, er það ekki annars? Hin upphafða en á sama tíma skaðlega dyggð, sem eignuð er guðhræddu fólki og felst í takmarkalausum skilningi og fyrirgefningu allra synda, á rætur sínar að rekja m.a. til feðraveldishugmynda og úreltra trúarlegra siðgæðishugmynda sem í dag eru í engu samræmi við alvarleika og afleiðingar ofbeldisverka. Köfur um fyrirgefningu á forsendum gerenda og þeirra sem þykir vænt um þá, og háværar en samkenndarlausar kröfur um gagnrýnislausa endurkomu í samfélag manna eftir brot, eru móðgun við þolendur ofbeldis og þau sem þá styðja. Tími syndaaflausnar gerenda er ekki í forgangi í þessari byltingu, óháð meintu iðrunarópi. Afhjúpun skaðlegrar og langvinnrar gerendameðvirkni og venjuvæðing og tilvist óáreittrar umræðu um þjáningar þolenda er í forgangi sem stendur. Nærfjölskyldan og fagfólk er best til þess fallið að hugsa um gerendur núna. Þetta er frábær tími til að vera gerandi í bata. Samtök eins og Heimilisfriður og Taktu skrefið bjóða framúrskarandi aðstoð þungavigtarfagfólks, fræðslu og stuðning til þeirra sem vilja hætta að meiða aðra eða hafa áhyggjur af hegðun sinni. Fjölmiðlayfirlýsingar um nýfundið siðferði sem mamma þín vottar er ekki beint smekklegt núna. Ég skil það svo sem ef atvinna þín byggist á aðdáun annarra. Því fylgir skiljanlega gremja og vanlíðan að vera neyddur til að skipta um atvinnu eða vera flæmdur í burtu. Spyrjið bara þolendur. Vanlíðan gerenda á samt sem áður ekki að vera höfuðverkur þolenda eða taka athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli: Því að á Íslandi hafi fyrir stuttu mælst að kynferðisbrot á hverja 100.000 íbúa sé fleiri en á næstum öllum öðrum Norðurlöndum. Iðrun og meint einlægni manns, sem má vera að sé bæði huggulegur og hæfileikaríkur, má ekki taka athyglina af vandanum frá nú þegar staðreyndafælinni þjóð. Takk þolendur! Þolendur eru svo sannarlega að fara fram á ábyrgð gerenda í eigin málum. Hinsvegar skiptir orðræða þessar ábyrgðarmiklu máli. Missir hún marks er hún gagnslaus málaflokknum og er ég hrædd um að sú hafi verið raunin hér. Þolendur og þau sem þá styðja gera kröfu um að í yfirlýsingum þeirra sem segjast iðrast, felist játning á viðhorfi sem er bæði óboðlegt og óásættanlegt í samfélagi siðaðra manna. Spurningin um hvenær gerendur eiga aftur endurkvæmt út í samfélagið eða sviðsljósið á lítið erindi í umræðuna núna. Upplifun þeirra örfáu gerenda sem hljóta dóm eða viðurkenna siðleysi sitt þarf að víkja fyrir óumdeilanlegri staðfestingu samfélagsins á tilvist brota og þjáningum þolenda. Það sem beðið er eftir að gerandi segi er m.a. “Ég taldi mitt kyn æðra öðrum kynjum og þessvegna gerði ég það sem ég vildi við líkama þinn og mér var sama um allar afleiðingar þess fyrir þig. Ef þú hefðir ekki sagt frá hefði ég örugglega ekki stoppað. Takk þolendur fyrir að stoppa mig og mínu skaðlegu og eitruðu hegðun. Fyrr mun ekki marktækt framfaraskref hafa átt sér stað í siðferðisvitund þeirra sem beita aðra kynferðisofbeldi. Á meðan við erum enn að draga orð þolenda í efa af því að það er óþægilegt fyrir okkur þegar siðlaus hegðun nákominna kallar á athygli og aðgerðir eða buxur þolenda eru álitaefni í augum dómara, þá verðum við að viðurkenna að við erum enn óralangt frá hápunti siðferðisþroska manneskjunnar og hluttekningu heildarinnar. Alveg óháð því hvað okkur líður óþægilega með þetta allt saman er þetta ennþá tími þjáningar þolenda en ekki upprisu gerenda, þó að móðir hans hafi átt erfitt ár. Höfundur er ráðgjafi á Stígamótum.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun