Vertíð hjá dekkjaverkstæðum sem ná illa utan um aðsóknina Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 23:51 Röðin við Dekkjahöllina náði langt út á götu í dag. Stöð 2 80 þúsund krónu sekt fyrir þá sem slugsa við að skipta út nagladekkjunum. Þeir eru margir í ár og komast varla að á dekkjaverkstæðum á næstu dögum. Lögregla sýnir málinu skilning og bíður með sektirnar í bili. Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur. Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur.
Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira