Óvissa um framtíðina í húsbílabyggð Laugardals Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifa 20. apríl 2022 07:01 Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun