Óvissa um framtíðina í húsbílabyggð Laugardals Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifa 20. apríl 2022 07:01 Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar