Sport

Dagskrá í dag: Úrslitakeppnin í körfubolta og handbolta ásamt nóg af golfi

Atli Arason skrifar
Stólarnir fara í heimsókn til Njarðvíkur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deild karla í körfubolta.
Stólarnir fara í heimsókn til Njarðvíkur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deild karla í körfubolta. Bára Dröfn

Það eru níu beinar útsendingar af mismunandi viðburðum á sport stöðvum Stöðvar 2 í dag. Hæst ber að nefna úrslitakeppnina í handbolta og körfubolta sem fer að ná hámarki.

Stöð 2 Golf

Núna í hádeginu hefst ISPS Handa Championship mótið á PGA mótaröðinni.

Klukkan 19.30 tekur við Zurich Classic, einnig af PGA mótaröðinni.

LA Open mótið á LPGA mótaröðinni hefst svo stundvísislega klukkan 22.30.

Austrailian Ladies Classic fer af stað klukkan 4 í nótt en mótið er hluti af LET mótaröðinni.

Stöð 2 Sport

ÍBV og Stjarnan hefja fyrsta leik 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Olís-deild karla í handbolta klukkan 16.50.

Klukkan 19.45 hefst upphitun fyrir viðureign Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum Subway-deild karla í körfubolta en leikurinn sjálfur byrjar klukkan 20.05. Strax í kjölfarið er komið að Subway Körfuboltakvöldi sem gerir fyrsta leik þessara liða upp klukkan 22.00.

Stöð 2 Sport 4

Valur tekur á móti Fram í 8-liða úrslitum Olís-deild karla í handbolta klukkan 19.20 en þetta er fyrsti leikur liðanna.

Klukkan 21.15 hefst upphitunarþáttur fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta, Bestu mörkin.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×