Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2022 08:03 Kórfélagarnir í Karlakór Hreppamanna, Friðgeir 77 ára og Jómundur 15 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans. Karlakór Hreppamanna æfir í félagsheimilinu á Flúðum en kórinn er skipaður körlum úr uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi. Kórinn er fjölmennur og er alltaf létt yfir mönnum á æfingum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi Oddsson er undirleikari . Barnabarn Atla, Jómundur Atli byrjaði 14 ára að syngja með kórnum. Jómundur er lang, lang yngstur í kórnum en það munar 62 árum á honum og elsta félaganum, Friðgeir Stefánssyni frá Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Hvernig er að vera svona ungur og syngja í karlakór? „Það er bara mjög gaman og gefandi og maður kynnist fullt af skemmtilegu körlum,“ segir Jómundur. En hvað er skemmtilegast við að vera í kór? „Það er bæði félagsskapurinn og svo að syngja saman, það er mjög gaman. Þetta er líka mikill félagsskapur, við förum til dæmis í reiðtúr á hverju ári,“ segir Friðgeir. Friðgeir og Jómundur Atli standa hlið við hlið á æfingum og á tónleikum, enda í sömu rödd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna er mjög ánægður með að fá svona ungan og flottan strák í kórinn eins og Jómund Atla. „Það er bara mjög ánægjulegt. Það eru ekki allir karlakórar, sem geta státað af svona snillingi, við erum allir mjög ánægðir með það.“ Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreppamenn verða með þrenna vortónleika, m.a. í Selfosskirkju föstudagskvöldið 22. apríl og á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl. Formaðurinn lofar góðum tónleikum. „Já, þetta verður bara skemmtun á heimsmælikvarða eins og okkur er einum lagið,“ segir Bjarni Arnar, stoltur af kórnum sínum. Karlar úr uppsveitum Árnessýslu og víðar syngja með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórinn er með þrenna vortónleikar vorið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Kórar Tónlist Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Karlakór Hreppamanna æfir í félagsheimilinu á Flúðum en kórinn er skipaður körlum úr uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi. Kórinn er fjölmennur og er alltaf létt yfir mönnum á æfingum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi Oddsson er undirleikari . Barnabarn Atla, Jómundur Atli byrjaði 14 ára að syngja með kórnum. Jómundur er lang, lang yngstur í kórnum en það munar 62 árum á honum og elsta félaganum, Friðgeir Stefánssyni frá Laugardalshólum í Bláskógabyggð. Hvernig er að vera svona ungur og syngja í karlakór? „Það er bara mjög gaman og gefandi og maður kynnist fullt af skemmtilegu körlum,“ segir Jómundur. En hvað er skemmtilegast við að vera í kór? „Það er bæði félagsskapurinn og svo að syngja saman, það er mjög gaman. Þetta er líka mikill félagsskapur, við förum til dæmis í reiðtúr á hverju ári,“ segir Friðgeir. Friðgeir og Jómundur Atli standa hlið við hlið á æfingum og á tónleikum, enda í sömu rödd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna er mjög ánægður með að fá svona ungan og flottan strák í kórinn eins og Jómund Atla. „Það er bara mjög ánægjulegt. Það eru ekki allir karlakórar, sem geta státað af svona snillingi, við erum allir mjög ánægðir með það.“ Bjarni Arnar Hjaltason, formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreppamenn verða með þrenna vortónleika, m.a. í Selfosskirkju föstudagskvöldið 22. apríl og á Flúðum laugardagskvöldið 23. apríl. Formaðurinn lofar góðum tónleikum. „Já, þetta verður bara skemmtun á heimsmælikvarða eins og okkur er einum lagið,“ segir Bjarni Arnar, stoltur af kórnum sínum. Karlar úr uppsveitum Árnessýslu og víðar syngja með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórinn er með þrenna vortónleikar vorið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Kórar Tónlist Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira