Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 12:01 Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði haft afskipti af piltinum í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þegar mál hans var þar til meðferðar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Lögregla fylgdi eftir ábendingu í bakaríi Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær eftir að greint var frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði haft afskipti af unglingspilti í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Samkvæmt upplýsingum frá móður piltsins hafði lögregla afskipti af honum í annað sinn í morgun, í þetta sinn í bakaríi. Lögregla vildi ekki tjá sig um atvikið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. Öllum vísbendingum sem komi á borð lögreglu vegna leitarinnar sé fylgt eftir, þyki tilefni til. Ríkislögreglustjóri sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kom að embættinu þætti leitt að drengur sem hafi ekkert unnið sér til sakar hefði dregist inn í aðgerðir lögreglu. Embættið hvetur fólk til varkárni í samskiptum um málið og önnur sem tengist minnihlutahópum. Fordómafullar athugasemdir um málið verði áfram fjarlægðar af miðlum lögreglu og lokað verði fyrir frekari athugasemdir. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins í dag. Þá vísar ríkislögreglustjóri á yfirlýsingu sína frá í gærkvöldi. Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13 Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þegar mál hans var þar til meðferðar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Lögregla fylgdi eftir ábendingu í bakaríi Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær eftir að greint var frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði haft afskipti af unglingspilti í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Samkvæmt upplýsingum frá móður piltsins hafði lögregla afskipti af honum í annað sinn í morgun, í þetta sinn í bakaríi. Lögregla vildi ekki tjá sig um atvikið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. Öllum vísbendingum sem komi á borð lögreglu vegna leitarinnar sé fylgt eftir, þyki tilefni til. Ríkislögreglustjóri sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kom að embættinu þætti leitt að drengur sem hafi ekkert unnið sér til sakar hefði dregist inn í aðgerðir lögreglu. Embættið hvetur fólk til varkárni í samskiptum um málið og önnur sem tengist minnihlutahópum. Fordómafullar athugasemdir um málið verði áfram fjarlægðar af miðlum lögreglu og lokað verði fyrir frekari athugasemdir. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins í dag. Þá vísar ríkislögreglustjóri á yfirlýsingu sína frá í gærkvöldi.
Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13 Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13
Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43
Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18