Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 13:31 Carbfix er með starfsemi á Hellisheiði. Carbfix/Gunnar Freyr Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix voru 1.100 umsóknir sendar inn í fyrri umferð Xprize kolefnisverðlauna sem Musk og stofnun hans Musk Foundation standa að. Tvær umsóknir Carbfix voru valdar en þær voru unnar í samstarfi við fyrirtæki sem hafa þróað nýstárlega tækni til að fanga koltvíoxíð úr andrúmslofti, annars vegar Heirloom og hins vegar Verdox. Þáttur Carbfix felst í að nýta tækni fyrirtækisins til að farga koltvíoxíði með öruggum og varanlegum hætti með steinrenningu neðanjarðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Alls voru fimmtán sigurlið valin í þessum fyrri áfanga keppninnar. Hvert sigurlið hlýtur eina milljón dali, um 130 milljónir króna. Allar umsóknir geta þó enn keppt um aðalverðlaunin, 80 milljón dali sem veittar verða aðalverðlaunahöfum árið 2025. Til að vinna aðalverðlaunin þurfa keppendur að hafa sýnt fram á raunverulega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á ársgrundvelli, gert kostnaðaráætlun fyrir eina milljón tonna á ársgrundvelli, og lagt fram raunhæfa áætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á ársgrundvelli með sjálfbærum hætti í framtíðinni. Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala. Loftslagsmál Umhverfismál Tækni Vísindi Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix voru 1.100 umsóknir sendar inn í fyrri umferð Xprize kolefnisverðlauna sem Musk og stofnun hans Musk Foundation standa að. Tvær umsóknir Carbfix voru valdar en þær voru unnar í samstarfi við fyrirtæki sem hafa þróað nýstárlega tækni til að fanga koltvíoxíð úr andrúmslofti, annars vegar Heirloom og hins vegar Verdox. Þáttur Carbfix felst í að nýta tækni fyrirtækisins til að farga koltvíoxíði með öruggum og varanlegum hætti með steinrenningu neðanjarðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Alls voru fimmtán sigurlið valin í þessum fyrri áfanga keppninnar. Hvert sigurlið hlýtur eina milljón dali, um 130 milljónir króna. Allar umsóknir geta þó enn keppt um aðalverðlaunin, 80 milljón dali sem veittar verða aðalverðlaunahöfum árið 2025. Til að vinna aðalverðlaunin þurfa keppendur að hafa sýnt fram á raunverulega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á ársgrundvelli, gert kostnaðaráætlun fyrir eina milljón tonna á ársgrundvelli, og lagt fram raunhæfa áætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á ársgrundvelli með sjálfbærum hætti í framtíðinni. Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala.
Loftslagsmál Umhverfismál Tækni Vísindi Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57