Stígur fram vegna máls sonar síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 15:38 Claudia Ashanie Wilson, lögmaður og móðir. Vísir/Stína Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. Claudia var í bakaríi í Mjóddinni með syni sínum að morgni sumardagsins fyrsta þegar lögregluþjónar, ásamt sérsveitarmönnum að hennar sögn, mættu til að fylgja eftir ábendingu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, strokufanga. Lögregla hafði þá fengið ábendingu um að Gabríel væri mögulega í bakaríinu en þar reyndist vera sonur Claudiu. Þetta var í annað sinn sem lögregla og sérsveit höfðu afskipti af syni hennar vegna leitarinnar, í fyrra skiptið í strætó daginn áður. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia þegar hún er beðin um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hennar þegar hringt var í hana og hún látin vita að sérsveitin hefði vitjað sonar hennar í fyrsta skiptið. Alvarleg mistök hafi orðið Claudia kveðst skilja að lögregla þurfi að sinna vinnu sinni. En margt hefði mátt gera til þess að koma í veg fyrir að sérsveitin væri send á saklausan son hennar og það sé eðlilegt að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Hún finni fyrir miklu vantrausti í garð lögreglu af hálfu fólks af erlendum uppruna, einkum ungmenna. Þetta verði að fyrirbyggja. „Til dæmis að umboðsmaður barna fari í frumkvæðisathugun á verkferlum lögreglu þegar kemur að samskiptum og afskiptum af einstaklingum af erlendum uppruna, sérstaklega ungmennum og börnum. Og athuga hvort það sé í samræmi við barnasáttmálann.“ Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Claudia var í bakaríi í Mjóddinni með syni sínum að morgni sumardagsins fyrsta þegar lögregluþjónar, ásamt sérsveitarmönnum að hennar sögn, mættu til að fylgja eftir ábendingu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, strokufanga. Lögregla hafði þá fengið ábendingu um að Gabríel væri mögulega í bakaríinu en þar reyndist vera sonur Claudiu. Þetta var í annað sinn sem lögregla og sérsveit höfðu afskipti af syni hennar vegna leitarinnar, í fyrra skiptið í strætó daginn áður. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia þegar hún er beðin um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hennar þegar hringt var í hana og hún látin vita að sérsveitin hefði vitjað sonar hennar í fyrsta skiptið. Alvarleg mistök hafi orðið Claudia kveðst skilja að lögregla þurfi að sinna vinnu sinni. En margt hefði mátt gera til þess að koma í veg fyrir að sérsveitin væri send á saklausan son hennar og það sé eðlilegt að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Hún finni fyrir miklu vantrausti í garð lögreglu af hálfu fólks af erlendum uppruna, einkum ungmenna. Þetta verði að fyrirbyggja. „Til dæmis að umboðsmaður barna fari í frumkvæðisathugun á verkferlum lögreglu þegar kemur að samskiptum og afskiptum af einstaklingum af erlendum uppruna, sérstaklega ungmennum og börnum. Og athuga hvort það sé í samræmi við barnasáttmálann.“ Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13
Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33
Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58