Klikkaði á öllum skotunum sínum en breytti samt leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 14:01 Viðar Ágútsson þarf ekki að skora til að hafa mikil áhrif á leikina. Það sýndi hann í gær. Vísir/Bára Dröfn Viðar Ágústsson átti mikinn þátt í sigri Tindastólsmanna í leik tvö á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær þrátt fyrir að hafa ekki skorað eitt einasta stig í leiknum. Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins. Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum