Tólf sækjast eftir að taka við embætti ríkisendurskoðanda Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2022 14:50 Húsnæði Ríkisendurskoðunar í Bríetartúni í Reykjavík. Ríkisendurskoðun Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda. Frá þessu segir á vef Alþingis. Sá sem verður skipaður í stöðuna mun því taka við af Skúla Eggerti Þórðarsyni sem tók við embætti ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti fyrr á árinu. Skúli hafði gegnt embætti ríkisendurskoðenda frá árinu 2018 og var ríkisskattstjóri í tólf ár. Þau sem sækja um stöðu ríkisendurskoðenda nú eru: Ásgeir Brynjar Torfason, PhD í reikningsskilum, Birgir Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, Davíð Ólafur Ingimarsson, stjórnsýslufræðingur, Eiríkur Einarsson, viðskiptafræðingur , Guðmundur Björgvin Helgason, stjórnmálafræðingur, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi, Jón Arnar Baldurs, löggiltur endurskoðandi, Jón H. Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi, Jón Magnússon, viðskiptafræðingur, Kristrún Helga Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi, Páll Grétar Steingrímsson, löggiltur endurskoðandi Sigurður H. Helgason, stjórnsýslufræðingur. Í tilkynningunni á vef þingsins segir að undirnefnd forsætisnefndar, sem þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og formaður undirnefndar, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti, skipa hafi gengið frá skipan ráðgjafarnefndar. „Ráðgjafarnefndin verður undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið, en ríkisendurskoðandi er kjörinn á þingfundi. Eftirtaldir sérfræðingar skipa ráðgjafarnefndina: Þorgeir Örlygsson, fv. forseti Hæstaréttar, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Katrín S. Óladóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og framkvæmdastjóri Hagvangs, og Stefán Svavarsson, lektor og löggiltur endurskoðandi. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Frá þessu segir á vef Alþingis. Sá sem verður skipaður í stöðuna mun því taka við af Skúla Eggerti Þórðarsyni sem tók við embætti ráðuneytisstjóra í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti fyrr á árinu. Skúli hafði gegnt embætti ríkisendurskoðenda frá árinu 2018 og var ríkisskattstjóri í tólf ár. Þau sem sækja um stöðu ríkisendurskoðenda nú eru: Ásgeir Brynjar Torfason, PhD í reikningsskilum, Birgir Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, Davíð Ólafur Ingimarsson, stjórnsýslufræðingur, Eiríkur Einarsson, viðskiptafræðingur , Guðmundur Björgvin Helgason, stjórnmálafræðingur, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi, Jón Arnar Baldurs, löggiltur endurskoðandi, Jón H. Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi, Jón Magnússon, viðskiptafræðingur, Kristrún Helga Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi, Páll Grétar Steingrímsson, löggiltur endurskoðandi Sigurður H. Helgason, stjórnsýslufræðingur. Í tilkynningunni á vef þingsins segir að undirnefnd forsætisnefndar, sem þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og formaður undirnefndar, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti, skipa hafi gengið frá skipan ráðgjafarnefndar. „Ráðgjafarnefndin verður undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið, en ríkisendurskoðandi er kjörinn á þingfundi. Eftirtaldir sérfræðingar skipa ráðgjafarnefndina: Þorgeir Örlygsson, fv. forseti Hæstaréttar, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Katrín S. Óladóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og framkvæmdastjóri Hagvangs, og Stefán Svavarsson, lektor og löggiltur endurskoðandi. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29
Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45