Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2022 20:18 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/VIlhelm. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem bréf hans til ríkislögreglustjóra er birt. Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti tvær slíkar uppi, sem urðu til þess að lögregla hafði afskipti af sextán ára dreng, dökkum á hörund, eins og Gabríel. Drengurinn hafði enga tengingu við málið, en móðir hans steig fram í viðtali við fréttastofu í gær, þar sem hún sagði lögreglu hafa gert alvarleg mistök. Nú hefur umboðsmaður barna blandað sér í málið. „Í málinu liggur fyrir að afskipti lögreglu áttu sér stað á grundvelli ábendinga frá almenningi, sem virðast fyrst og fremst hafa byggt á húðlit piltsins. Leiða má að því líkum að umrædd atvik hafi verið til þess fallin að valda umræddu barni verulegum óþægindum og ótta, en auk þess telur umboðsmaður barna að atvik af þessum toga séu einnig til þess fallin að grafa úr trausti barna og almennings almennt til lögregluyfirvalda, ekki síst meðal minnihlutahópa, en við því þarf að bregðast,“ segir í bréfinu. Hefur umboðsmaður því óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til að „ræða framangreind atvik og viðbrögð lögregluyfirvalda við þeim, sem og þær breytingar sem embættið hyggst ráðast í, til þess að fyrirbyggja að sambærileg atvik eigi sér stað aftur.“ Lögreglan Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Réttindi barna Tengdar fréttir Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. 24. apríl 2022 19:22 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. 21. apríl 2022 19:05 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem bréf hans til ríkislögreglustjóra er birt. Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti tvær slíkar uppi, sem urðu til þess að lögregla hafði afskipti af sextán ára dreng, dökkum á hörund, eins og Gabríel. Drengurinn hafði enga tengingu við málið, en móðir hans steig fram í viðtali við fréttastofu í gær, þar sem hún sagði lögreglu hafa gert alvarleg mistök. Nú hefur umboðsmaður barna blandað sér í málið. „Í málinu liggur fyrir að afskipti lögreglu áttu sér stað á grundvelli ábendinga frá almenningi, sem virðast fyrst og fremst hafa byggt á húðlit piltsins. Leiða má að því líkum að umrædd atvik hafi verið til þess fallin að valda umræddu barni verulegum óþægindum og ótta, en auk þess telur umboðsmaður barna að atvik af þessum toga séu einnig til þess fallin að grafa úr trausti barna og almennings almennt til lögregluyfirvalda, ekki síst meðal minnihlutahópa, en við því þarf að bregðast,“ segir í bréfinu. Hefur umboðsmaður því óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til að „ræða framangreind atvik og viðbrögð lögregluyfirvalda við þeim, sem og þær breytingar sem embættið hyggst ráðast í, til þess að fyrirbyggja að sambærileg atvik eigi sér stað aftur.“
Lögreglan Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Réttindi barna Tengdar fréttir Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. 24. apríl 2022 19:22 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. 21. apríl 2022 19:05 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. 24. apríl 2022 19:22
Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33
Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00
Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. 21. apríl 2022 19:05