Anfield fær ekki EM-leiki af því hann er of lítill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Divock Origi skorar mark sitt fyrir Liverpool á móti Everton á Anfield um helgina fyrir framan Kop-stúkuna frægu. AP/Jon Super Liverpool spilar undanúrslitaleik í Meistaradeildinni á Anfield leikvanginum á móti Villarreal í kvöld en þessi heimsfrægi leikvangur nær þó ekki lágmarki UEFA fyrir Evrópumótið í fótbolta. Knattspyrnusamband Evrópu er með strangar reglur þegar kemur að því að halda leiki á Evrópumótinu í fótbolta reyndar bara fyrir karlamótið því eins og við Íslendingum þekkjum þá er í lagi að setja leiki á EM kvenna á litla æfingavelli. Það myndu nú flestir halda að Anfield næði að uppfylla gæðakröfur sambandsins en annað er að koma á daginn. Enskir miðlar slá því upp að Anfield verði skilinn út undan þegar ákveðið á hvaða völlum verði spilað á Evrópumótinu á Bretlandseyjum 2028. Alls verða valdir fimmtán leikvangar þar af tíu á Englandi. Þrátt fyrir að vera einn frægasti leikvangur landsins þá veður Anfield ekki í þessum hópi og ástæðan er stærð grasflatarins. Lágmarkskröfur fyrir leikvang að halda leiki á EM er að vera með grasflöt sem getur hýst leikvang sem er að lágmarki 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd. Anfield leikvangurinn er bara 101 metri á lengd á milli Kop-stúkunnar og stúkunnar við Anfield sem er nú unnið að því að stækka. Stærri stúka mun þó ekki leysa vandamálið því leikflöturinn mun ekkert stækka þótt að stúkan stækki. Enska knattspyrnusambandið á að hafa látið Liverpool-menn vita af því að af þessum sökum komi Anfield ekki til greina. Eina leiðin fyrir Liverpool borg að hýsa leiki er að Everton takist að klára nýja Bramley Moore leikvanginn í tíma. Sá leikvangur á að vera tekinn í notkun fyrir 2024-25 tímabilið og eru góðar líkur á því. Enski boltinn Bretland Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er með strangar reglur þegar kemur að því að halda leiki á Evrópumótinu í fótbolta reyndar bara fyrir karlamótið því eins og við Íslendingum þekkjum þá er í lagi að setja leiki á EM kvenna á litla æfingavelli. Það myndu nú flestir halda að Anfield næði að uppfylla gæðakröfur sambandsins en annað er að koma á daginn. Enskir miðlar slá því upp að Anfield verði skilinn út undan þegar ákveðið á hvaða völlum verði spilað á Evrópumótinu á Bretlandseyjum 2028. Alls verða valdir fimmtán leikvangar þar af tíu á Englandi. Þrátt fyrir að vera einn frægasti leikvangur landsins þá veður Anfield ekki í þessum hópi og ástæðan er stærð grasflatarins. Lágmarkskröfur fyrir leikvang að halda leiki á EM er að vera með grasflöt sem getur hýst leikvang sem er að lágmarki 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd. Anfield leikvangurinn er bara 101 metri á lengd á milli Kop-stúkunnar og stúkunnar við Anfield sem er nú unnið að því að stækka. Stærri stúka mun þó ekki leysa vandamálið því leikflöturinn mun ekkert stækka þótt að stúkan stækki. Enska knattspyrnusambandið á að hafa látið Liverpool-menn vita af því að af þessum sökum komi Anfield ekki til greina. Eina leiðin fyrir Liverpool borg að hýsa leiki er að Everton takist að klára nýja Bramley Moore leikvanginn í tíma. Sá leikvangur á að vera tekinn í notkun fyrir 2024-25 tímabilið og eru góðar líkur á því.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira