Blekkingarleikur á kostnað náttúrunnar Guðmundur Ármannsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifa 27. apríl 2022 12:01 Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Nú er í farvatninu enn ein atlagan að víðernum Austurlands og er nú fyrirhuguð virkjun Geitdalsár í Skriðdal sem kemur af Hraunasvæðinu þar inn af. Í Geitdal er fagurt gróið land, fallegar ár, fiskur og fossar og viðkvæm og sjaldgæf vist- og plöntukerfi, og griðland hreindýra og fugla. Það er dýrmætt fyrir komandi kynslóðir að eiga slíkt land óraskað. Einnig má geta að um þetta svæði liggur hin forna þingmannaleið úr Hamarsdal sem hét þá Sviðinhornadalur, til Fljótsdals. Þessa leið fór Flosi í liðsbónsferð eftir Njálsbrennu. Til vitnis eru örnefni svo sem Þingmannanúpur, Hvíldarklettur, Búðatungur og Þingmannaklif. Og var þessi leið síðar kaupstaðarleið úr Fljótsdal í Gautavík í Berufirði og síðar til Djúpavogs. Ljóst er að fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun hefði í för með sér neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif líkt og Kárahnjúkavirkjun hefur nú þegar haft og fara þau vaxandi. Það er helber blekking að kalla virkjanir sem eru allt að 9,9 MW smávirkjanir. Fyrirhuguð Geitdalsárvirkjun yrði gríðarmikið inngrip í náttúruna sem við verðum að mótmæla. Hvert fer orkan? Um 80% af allri raforku framleiddri hérlendis fer til stóriðju, en Íslendingar eru afkastamestu raforkuframleiðendur heims miðað við höfðatölu. Nú stendur yfir mikið gróðakapphlaup þar sem einkaaðilar keppast um að hagnast á raforkuframleiðslu á kostnað náttúrunnar. Það er með öllu ólíðandi að slíkir aðilar hafi óheftan aðgang að náttúru landsins og að almenningur hafi ekkert um það að segja. Vatnsaflsvirkjanir og umframframleiðsla raforku ættu ekki að vera kappsmál, heldur betri og siðlegri nýting á þeirri orku sem við nú þegar framleiðum. Skarphéðinn G. Þórisson Kynslóðir framtíðar Það er kominn tími til að stofnanir þær er fara með leyfisveitingar standi í lappirnar og hugi að hagsmunum íbúa í landinu og hafi ætíð til hliðsjónar framtíð komandi kynslóða; það eru aumar sálir er hugsa aðeins um að græða sem mest og lifa sem hæst meðan að þeir lifnaðarhættir koma með beinum hætti niður á lífsgæðum og möguleikum þeirra er landið erfa. Hver getur setið að gnægtaborðum og hugsað sem svo að afkomendurnir geti náðarsamlegast tínt upp brauðmolana sem kannski falla af þeim borðum? Okkur hlýtur að bera skylda til þess að skila landinu til þeirra sem á eftir okkur koma þannig að þau hafi líka val. Baráttan um Austurland Á Austurlandi geisaði stríð á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna. Nú á að blása í herlúðrana að nýju og eyðileggja friðsamlega sambúð í litlum samfélögum. Við, friðsamlegir íbúar þessa lands sjáum okkur nú setta þá afarkosti að heyja baráttu gegn þessu ofbeldi og yfirgangi þegar stjórnvöld og tilskipaðar stofnanir bregðast síendurtekið. Lög voru brotin á tímum Kárahnjúkaframkvæmdanna; friðuð svæði voru affriðuð með einu pennastriki og orð Valgerðar Sverrisdóttur sem hún viðhafði við fyrstu skóflustungu að álbræðslu Alcoa í Reyðarfirði, að vegna verkefnisins hefði þurft að beygja allar reglurnar; eða, að ganga á svig við lög, segja svo ótal margt. Og nú endurtekur sagan sig, allt fyrir peninga. Höfundar skipa bæði sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí næstkomandi. Ásrún Mjöll, húsasmiður og nemi skipar 2.sæti. Guðmundur er bóndi á Vaði og skipar 22. sæti.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun