Bregðumst ekki hinsegin börnum í Garðabæ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. apríl 2022 12:50 Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. Árið 2018 var aftur lögð fram af Garðabæjarlistanum sambærileg tillaga, enn aftur árið 2020 og hún svo endurtekin nú í vor af bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans, sem nú er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Í hvert sinn hefur tillögunni verið vel tekið, en í hvert sinn hefur pólitísk hugmyndafræði um valfrelsi skólastjórnenda um tilhögun fræðslu verið látin koma í veg fyrir að Garðabær leggi línurnar í málaflokknum. Nú er tillagan komin úr skólanefnd og á borð fræðslusviðs til umræðu. Ekki er enn ljóst hvort hún nær fram að ganga í þetta sinn. Á fundi Garðabæjarlistans um málefni hinsegin barna og ungmenna með fulltrúum Samtakanna ‘78 í Sveinatungu þann 25. apríl kom fram að margir skólar í Garðabæ nýta sér fræðsluþjónustu samtakanna, en í mismiklum mæli. Hins vegar er ljóst að skýr stefna frá sveitarfélaginu og fastur rammi utan um fræðsluna mun nýtast öllu starfsfólki og börnum bæjarins, ekki síst þeim u.þ.b. 10% grunnskólabarna sem ætla má að séu hinsegin í bænum, sem og börnum hinsegin foreldra. Að mínu mati skiptir miklu máli að sú fræðsla komi frá Samtökunum ‘78 - félagi hinsegin fólks á Íslandi, þar sem sérfræðiþekkingin og tengslin við allt hinsegin samfélagið er til staðar. Hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ hafa sagt frá því að þau hafi ekki öruggt rými innan sveitarfélagsins til að leita í og mörg sækja hinsegin félagsstarf bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Starfsfólk skólanna í bænum stendur á sama tíma uppi verkfæralaust vegna þess að ekki hefur verið sett stefna í því hvernig taka skuli á móti hinsegin börnum í skólakerfinu og hvernig bæta megi umhverfi þeirra til þess að þau geti fengið að vera þau sjálf. Þessu þurfum við að bæta úr, því samfélagið okkar er fjölbreytt og við þurfum að koma til móts við þann veruleika. Með því að gera ekkert í málunum bregðumst við hinsegin börnum. Á heimsvísu er nú markvisst vegið að réttindum hinsegin fólks sem aldrei fyrr og bakslagið er sérstaklega þungt fyrir trans börn og foreldra þeirra. Meira að segja á Íslandi fer fram opinber umræða um réttindi trans fólks sem minnir á þá afmennskandi umræðu sem fór fram um réttindi samkynhneigðra á sínum tíma. Því er rétti tíminn núna fyrir Garðabæ að taka afgerandi afstöðu með mannréttindum hinsegin fólks. Ég tala af reynslu bæði sem kennari á unglingastigi og sem fyrrverandi formaður Samtakanna ‘78: Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk bæjarins. Við þurfum fræðslu fyrir íþróttafélögin í bænum. Garðabær þarf að setja sér sértæka stefnu í málefnum hinsegin fólks. Garðabær þarf að búa til vísi að hinsegin félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og koma á fót ungmennahúsi þar sem hægt er að halda hinsegin kvöld fyrir eldri ungmenni. Allt mun þetta skila sér í samfélagi þar sem hinsegin börn og ungmenni fá loksins að upplifa að þau tilheyri. Með því að framkvæma þessa hluti mun Garðabær sýna með skýrum hætti að hann stendur með öllum íbúum sínum. Í sjö ár hefur verið uppi krafa frá minnihlutanum í bæjarstjórn um að bæta markvisst þjónustu við hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ. Ekkert hefur gerst, þótt tillögur séu ítrekað samþykktar og alltaf tekið vel í málefnið á fundum bæjarstjórnar. Með fögrum orðum um mikilvægi málaflokksins hafa ekki ennþá fylgt efndir. Þetta þarf að breytast. Ég þekki málefni hinsegin barna og ungmenna og mikilvægi þeirra afar vel og mun berjast fyrir þeim í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég óska eftir umboði Garðbæinga til þess. Kjósum XG í vor, fyrir barnvænt samfélag - fyrir öll börn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. Árið 2018 var aftur lögð fram af Garðabæjarlistanum sambærileg tillaga, enn aftur árið 2020 og hún svo endurtekin nú í vor af bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans, sem nú er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Í hvert sinn hefur tillögunni verið vel tekið, en í hvert sinn hefur pólitísk hugmyndafræði um valfrelsi skólastjórnenda um tilhögun fræðslu verið látin koma í veg fyrir að Garðabær leggi línurnar í málaflokknum. Nú er tillagan komin úr skólanefnd og á borð fræðslusviðs til umræðu. Ekki er enn ljóst hvort hún nær fram að ganga í þetta sinn. Á fundi Garðabæjarlistans um málefni hinsegin barna og ungmenna með fulltrúum Samtakanna ‘78 í Sveinatungu þann 25. apríl kom fram að margir skólar í Garðabæ nýta sér fræðsluþjónustu samtakanna, en í mismiklum mæli. Hins vegar er ljóst að skýr stefna frá sveitarfélaginu og fastur rammi utan um fræðsluna mun nýtast öllu starfsfólki og börnum bæjarins, ekki síst þeim u.þ.b. 10% grunnskólabarna sem ætla má að séu hinsegin í bænum, sem og börnum hinsegin foreldra. Að mínu mati skiptir miklu máli að sú fræðsla komi frá Samtökunum ‘78 - félagi hinsegin fólks á Íslandi, þar sem sérfræðiþekkingin og tengslin við allt hinsegin samfélagið er til staðar. Hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ hafa sagt frá því að þau hafi ekki öruggt rými innan sveitarfélagsins til að leita í og mörg sækja hinsegin félagsstarf bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Starfsfólk skólanna í bænum stendur á sama tíma uppi verkfæralaust vegna þess að ekki hefur verið sett stefna í því hvernig taka skuli á móti hinsegin börnum í skólakerfinu og hvernig bæta megi umhverfi þeirra til þess að þau geti fengið að vera þau sjálf. Þessu þurfum við að bæta úr, því samfélagið okkar er fjölbreytt og við þurfum að koma til móts við þann veruleika. Með því að gera ekkert í málunum bregðumst við hinsegin börnum. Á heimsvísu er nú markvisst vegið að réttindum hinsegin fólks sem aldrei fyrr og bakslagið er sérstaklega þungt fyrir trans börn og foreldra þeirra. Meira að segja á Íslandi fer fram opinber umræða um réttindi trans fólks sem minnir á þá afmennskandi umræðu sem fór fram um réttindi samkynhneigðra á sínum tíma. Því er rétti tíminn núna fyrir Garðabæ að taka afgerandi afstöðu með mannréttindum hinsegin fólks. Ég tala af reynslu bæði sem kennari á unglingastigi og sem fyrrverandi formaður Samtakanna ‘78: Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk bæjarins. Við þurfum fræðslu fyrir íþróttafélögin í bænum. Garðabær þarf að setja sér sértæka stefnu í málefnum hinsegin fólks. Garðabær þarf að búa til vísi að hinsegin félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og koma á fót ungmennahúsi þar sem hægt er að halda hinsegin kvöld fyrir eldri ungmenni. Allt mun þetta skila sér í samfélagi þar sem hinsegin börn og ungmenni fá loksins að upplifa að þau tilheyri. Með því að framkvæma þessa hluti mun Garðabær sýna með skýrum hætti að hann stendur með öllum íbúum sínum. Í sjö ár hefur verið uppi krafa frá minnihlutanum í bæjarstjórn um að bæta markvisst þjónustu við hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ. Ekkert hefur gerst, þótt tillögur séu ítrekað samþykktar og alltaf tekið vel í málefnið á fundum bæjarstjórnar. Með fögrum orðum um mikilvægi málaflokksins hafa ekki ennþá fylgt efndir. Þetta þarf að breytast. Ég þekki málefni hinsegin barna og ungmenna og mikilvægi þeirra afar vel og mun berjast fyrir þeim í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég óska eftir umboði Garðbæinga til þess. Kjósum XG í vor, fyrir barnvænt samfélag - fyrir öll börn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun