Icelandair tapaði 7,4 milljörðum en tekjur jukust mjög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 18:34 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair tapaði 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjur félagsins þrefölduðust samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar vegna uppgjörs á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í uppgjörinu kemur fram að heildartekjur Icelandair hafi aukist verulega samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þá voru tekjur félagsins 7,3 milljarðar króna en nú 20,3 milljarðar króna. Farþegatekjur félagsins áttfaldast. Félagið tapaði hins vegar 7,4 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem meira tap en á sama ársfjórðungi í fyrra, þegar tapið nam 5,9 milljörðum króna. Í uppgjörinu kemur fram að útgjöld í fjórðungnum séu meðal annars tilkomin vegna undirbúnings flugáætlunar yfir háönn sumarsins. Tvö hundruð starfsmenn hafa verið ráðnir til félagsins. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, ýmsir þættir hafi haft áhrif á rekstrarniðustöðuna. „[S]vo sem mikil hækkun eldsneytisverðs, áhrif ómikron afbrigðisins á eftirspurn og umtalsverður útlagður kostnaður á fjórðungnum í tengslum við undirbúning metnaðarfullrar flugáætlunar okkar í sumar,“ segir Bogi Nils en tekið er fram í uppgjörinu að eldsneytisverð hafi hækkað um 75 prósent á milli ára. Flugframboð félagsins var 58 prósent af framboði ársins 2019 og sætanýting var 67,2 prósent að meðaltali, og 74 prósent í síðasta mánuði. Segir Bogi að bókunarstaða sumarsins sé góð. „Bókunarstaðan fyrir sumarið er góð á öllum mörkuðum okkar. Við gerum ráð fyrir að í öðrum ársfjórðungi muni flugáætlun okkar nema um 77% af áætlun okkar árið 2019 og um 85% í þriðja ársfjórðungi. Nú þegar við komum út úr heimsfaraldrinum er ljóst að Ísland er mjög eftirsóttur áfangastaður og er heildarframboð flugs í gegnum Keflavíkurflugvöll umfram það sem það var árið 2019,“ segir Bogi. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar vegna uppgjörs á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í uppgjörinu kemur fram að heildartekjur Icelandair hafi aukist verulega samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þá voru tekjur félagsins 7,3 milljarðar króna en nú 20,3 milljarðar króna. Farþegatekjur félagsins áttfaldast. Félagið tapaði hins vegar 7,4 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem meira tap en á sama ársfjórðungi í fyrra, þegar tapið nam 5,9 milljörðum króna. Í uppgjörinu kemur fram að útgjöld í fjórðungnum séu meðal annars tilkomin vegna undirbúnings flugáætlunar yfir háönn sumarsins. Tvö hundruð starfsmenn hafa verið ráðnir til félagsins. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, ýmsir þættir hafi haft áhrif á rekstrarniðustöðuna. „[S]vo sem mikil hækkun eldsneytisverðs, áhrif ómikron afbrigðisins á eftirspurn og umtalsverður útlagður kostnaður á fjórðungnum í tengslum við undirbúning metnaðarfullrar flugáætlunar okkar í sumar,“ segir Bogi Nils en tekið er fram í uppgjörinu að eldsneytisverð hafi hækkað um 75 prósent á milli ára. Flugframboð félagsins var 58 prósent af framboði ársins 2019 og sætanýting var 67,2 prósent að meðaltali, og 74 prósent í síðasta mánuði. Segir Bogi að bókunarstaða sumarsins sé góð. „Bókunarstaðan fyrir sumarið er góð á öllum mörkuðum okkar. Við gerum ráð fyrir að í öðrum ársfjórðungi muni flugáætlun okkar nema um 77% af áætlun okkar árið 2019 og um 85% í þriðja ársfjórðungi. Nú þegar við komum út úr heimsfaraldrinum er ljóst að Ísland er mjög eftirsóttur áfangastaður og er heildarframboð flugs í gegnum Keflavíkurflugvöll umfram það sem það var árið 2019,“ segir Bogi.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59