Grunnskólinn er fyrir alla nemendur Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 29. apríl 2022 11:01 Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Grunnskólar Skóla- og menntamál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar