Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. apríl 2022 10:28 Bjarni mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun þar sem hann svaraði ýmsum spurningum nefndarmanna um söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. Lilja sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu deilt með henni þeim áhyggjum og efasemdum sem hún hafði um aðferðina við söluna. Ráðherrarnir þrír sitja saman í ráðherranefnd um efnahagsmál og fóru á fundum yfir ferlið. Á opnum fundi fjármálanefndar í morgun sat Bjarni fyrir svörum og var hann spurður út í þessi orð Lilju. „Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með miklar efasemdir um að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni. „Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir.“ Lilja hafi óttast viðbrögð almennings Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nefndarmaður Viðreisnar í fjárlaganefnd sem spurði Bjarna um orð Lilju, fylgdi spurningu sinni þá eftir eftir þetta svar Bjarnar og spurði hvort það væri þá einfaldlega rangt sem Lilja hefði sagt í þinginu í gær. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir situr í fjárlaganefnd fyrir hönd Viðreisnar.vísir/arnar Bjarni sagðist þá telja að fólk væri að mistúlka orð Lilju. Hún hefði haft pólitískar áhyggjur af málinu og því hvort aðferðin sem yrði farin með útboðinu yrði vinsæl. „Ég held að þarna sé verið að virða pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar áhyggjur, heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það sem ráðherrann er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd – að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Lilja sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að bæði Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu deilt með henni þeim áhyggjum og efasemdum sem hún hafði um aðferðina við söluna. Ráðherrarnir þrír sitja saman í ráðherranefnd um efnahagsmál og fóru á fundum yfir ferlið. Á opnum fundi fjármálanefndar í morgun sat Bjarni fyrir svörum og var hann spurður út í þessi orð Lilju. „Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með miklar efasemdir um að framkvæma útboðið,“ sagði Bjarni. „Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir.“ Lilja hafi óttast viðbrögð almennings Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nefndarmaður Viðreisnar í fjárlaganefnd sem spurði Bjarna um orð Lilju, fylgdi spurningu sinni þá eftir eftir þetta svar Bjarnar og spurði hvort það væri þá einfaldlega rangt sem Lilja hefði sagt í þinginu í gær. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir situr í fjárlaganefnd fyrir hönd Viðreisnar.vísir/arnar Bjarni sagðist þá telja að fólk væri að mistúlka orð Lilju. Hún hefði haft pólitískar áhyggjur af málinu og því hvort aðferðin sem yrði farin með útboðinu yrði vinsæl. „Ég held að þarna sé verið að virða pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar áhyggjur, heldur pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það sem ráðherrann er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd – að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira