„Ekki benda á mig“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun