Flugvöllurinn á förum og ráðherra í felum? Bergþór Ólason skrifar 3. maí 2022 07:00 Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Bergþór Ólason Fréttir af flugi Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun