Flugvöllurinn á förum og ráðherra í felum? Bergþór Ólason skrifar 3. maí 2022 07:00 Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Bergþór Ólason Fréttir af flugi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun