Ætti grunnskólinn að hefjast fimm ára? Hildur Björnsdóttir skrifar 3. maí 2022 07:31 Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun