Stofnum hugbúnaðarklasa í Kópavogi Erlendur Geirdal skrifar 3. maí 2022 10:31 Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar. Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki með þekkingu á hugbúnaðargerð því allar framsæknar þjóðir keppast nú við að styrkja stöðu hugbúnaðargeirans hjá sér. Efnahagslegt mikilvægi hugbúnaðar og stafrænnar þróunar fer hratt vaxandi og til dæmis er tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærsti afþreyingariðnaður heimsins. Jákvæðir þættir atvinnuuppbyggingar í hugbúnaðariðnaði á Íslandi eru fjölmargir og vil ég nefna nokkra: Vel launuð störf Hugbúnaðariðnaður skapar verðmæt störf fyrir fólk með fjölbreytta menntun og færni. Augljóslega byggir hún á störfum forritara og tölvunarfræðinga en einnig hönnuða, viðskiptafræðinga, markaðs- og sölufólks og fleiri sérfræðinga. Störf á landsbyggðinni Greinin býður upp á störf án staðsetningar og getur þannig styrkt fjölbreytni æi störfum á landsbyggðinni. Í mörgum tilfellum getur starfstöðin verið eitt skrifborð og tölva með góðri nettengingu. Slík störf henta einnig vel þeim sem þurfa að flytja sig um set eða kjósa að búa erlendis um skemmri eða lengri tíma. Umhverfisvæn stóriðja Hugbúnaðargerð er umhverfisvæn vegna þess að hún krefst ekki notkunar á hráefnum. Fjarvinnumöguleikar minnka neikvæð áhrif umferðar- og/eða útblásturs vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Ennfremur skapar útflutningur afurða lítið kolefnisspor vegna þess að hugbúnaður er fluttur á markað um internetið. Góð samkeppnisstaða Samkeppnishæfni Íslands er einkar góð á þessu sviði því flutningskostnaður sem óhjákvæmilega fylgir framleiðslu áþreifanlegra vara er ekki til staðar eða er mjög óverulegur við hugbúnaðarframleiðslu. Stofnum hugbúnaðarklasa Ég vil að stefnt verði að stofnun hugbúnaðarklasa í bænum. Hentug staðsetning klasans væri í nágrenni Hamraborgar eða á Kársnesi því Borgarlína mun tengja þau svæði við háskólana um Fossvogsbrú. Hugbúnaðarklasi yrði deigla nýsköpunar í hugbúnaði og stafrænum lausnum þar sem fyrirtæki nytu stuðnings hvert af öðru, samnýtingar aðstöðu og búnaðar og nálægðar við fræðasamfélagið í háskólunum. Ég vil einnig að aukin áhersla verði á kennslu í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í grunnskólum Kópavogs og að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið tengd forritun og hugbúnaðarþróun í samstarfi við fyrirtæki í geiranum. Ef vel tekst til getur hugbúnaðarklasi í Kópavogi orðið mikilvæg stoð við uppbyggingu þessa framtíðariðnaðar og leitt af sér mörg og áhugaverð störf í Kópavogi og um allt land. Höfundur skipar 3ja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugbúnaður, smáforrit, tölvuleikir og margs konar stafrænar lausnir eru fyrir löngu orðnar hluti af tilveru okkar allra og þáttur þeirra vex hröðum skrefum. Hugbúnaðargerð er orðin mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og mun ef vel tekst til, verða ein af grunnstoðum efnahags þjóðarinnar. Mikil eftirspurn er eftir starfsfólki með þekkingu á hugbúnaðargerð því allar framsæknar þjóðir keppast nú við að styrkja stöðu hugbúnaðargeirans hjá sér. Efnahagslegt mikilvægi hugbúnaðar og stafrænnar þróunar fer hratt vaxandi og til dæmis er tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn stærsti afþreyingariðnaður heimsins. Jákvæðir þættir atvinnuuppbyggingar í hugbúnaðariðnaði á Íslandi eru fjölmargir og vil ég nefna nokkra: Vel launuð störf Hugbúnaðariðnaður skapar verðmæt störf fyrir fólk með fjölbreytta menntun og færni. Augljóslega byggir hún á störfum forritara og tölvunarfræðinga en einnig hönnuða, viðskiptafræðinga, markaðs- og sölufólks og fleiri sérfræðinga. Störf á landsbyggðinni Greinin býður upp á störf án staðsetningar og getur þannig styrkt fjölbreytni æi störfum á landsbyggðinni. Í mörgum tilfellum getur starfstöðin verið eitt skrifborð og tölva með góðri nettengingu. Slík störf henta einnig vel þeim sem þurfa að flytja sig um set eða kjósa að búa erlendis um skemmri eða lengri tíma. Umhverfisvæn stóriðja Hugbúnaðargerð er umhverfisvæn vegna þess að hún krefst ekki notkunar á hráefnum. Fjarvinnumöguleikar minnka neikvæð áhrif umferðar- og/eða útblásturs vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Ennfremur skapar útflutningur afurða lítið kolefnisspor vegna þess að hugbúnaður er fluttur á markað um internetið. Góð samkeppnisstaða Samkeppnishæfni Íslands er einkar góð á þessu sviði því flutningskostnaður sem óhjákvæmilega fylgir framleiðslu áþreifanlegra vara er ekki til staðar eða er mjög óverulegur við hugbúnaðarframleiðslu. Stofnum hugbúnaðarklasa Ég vil að stefnt verði að stofnun hugbúnaðarklasa í bænum. Hentug staðsetning klasans væri í nágrenni Hamraborgar eða á Kársnesi því Borgarlína mun tengja þau svæði við háskólana um Fossvogsbrú. Hugbúnaðarklasi yrði deigla nýsköpunar í hugbúnaði og stafrænum lausnum þar sem fyrirtæki nytu stuðnings hvert af öðru, samnýtingar aðstöðu og búnaðar og nálægðar við fræðasamfélagið í háskólunum. Ég vil einnig að aukin áhersla verði á kennslu í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í grunnskólum Kópavogs og að börnum og unglingum standi til boða sumarnámskeið tengd forritun og hugbúnaðarþróun í samstarfi við fyrirtæki í geiranum. Ef vel tekst til getur hugbúnaðarklasi í Kópavogi orðið mikilvæg stoð við uppbyggingu þessa framtíðariðnaðar og leitt af sér mörg og áhugaverð störf í Kópavogi og um allt land. Höfundur skipar 3ja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar