Leysum leikskólavandann og eflum skólana Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. maí 2022 16:32 Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú fræðigrein hefur á undanförnum áratugum gagnrýnt margar eldri höfuð kenningar sínar sem augljóslega vanmátu greind og þroska barna. Áhrif þessarar gagnrýni má m.a. finna stað í þeirri viðleitni að breyta leikskólum í síauknum mæli úr dagvistun í metnaðarfulla skóla með skipulagt námsefni. Auk þess yrði þessi breyting stórt skref í átt að einstaklingsmiðuðu námi sem nú er mjög í deiglunni. Góð reynsla í 94 ár Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu fimm ára barna frá stofnun skólans, 1926, eða í tæpa öld. Sá skóli fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og hefur lengi verið góð fyrirmynd í íslensku skólakerfi. Þessi tilhögun þar hefur ætíð gefist mjög vel. Þá má geta þess að börn hefja grunnskólanám við fimm ára aldur í mörgum þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Samfella skólastiga Grunnþættir menntunar eru þeir sömu í aðalnámskrá grunn – og leikskóla og eiga að fléttast inn í allt nám nemenda. Fimm ára bekkur í grunnskóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennsluaðferðir beggja skólastiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik. Það góða og faglega starf sem nú er innt af hendi í leikskólanum gefur okkur færi á að brúa bilið enn frekar milli leik- og grunnskóla. Það er mikilvægt að samfella sé í námi og að nám á fyrri skólastigum nýtist á því næsta. Rannsóknir benda til að námsefni skarist á mörkum skólastiga. Það gefur til kynna að hægt sé að stytta leikskólann um eitt ár þannig að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur og ljúki við fimmtán ára aldur. Nemendur hæfu þá framhaldsskólanám, og síðar háskólanám, á sama aldri og jafnaldrar þeirra víða um heim.. Sóknarfæri fyrir leikskóla Ef Reykjavíkurborg riði á vaðið með þessa breytingu gæfist strax raunverulegur kostur á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Öllum tólf mánaða börnum verður þá tryggð leikskólavist án tafar. Hér hreyfa eflaust ýmsir þeirri mótbáru að til lítils sé að losa leikskólann við einn árgang, ef hann bætist svo hvort sem er við grunnskólann. En flestir grunnskólarnir hafa mun meira svigrúm til að sinna þessum eina árgangi, fremur en leikskólarnir. Í öllum grunnskólum eru t.d. starfandi frístundaheimili sem gætu nýst vel fimm ára börnum við endurskipulagningu skóladagsins. Þessi frístundaheimili sinna nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi, en standa yfirleitt auð fyrir hádegi. Öllum til hagsbóta Að lokum ber þess að geta að við þessa breytingu mun skólaganga leik- og grunnskólans styttast um eitt ár. Slíkar breytingar hefðu í för með sér feykilegan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykjavíkurborg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta verulega launakjör leik- og grunnskólakennara, bæta kennslubúnað og starfsaðstæður nemenda og kennara og yfirleitt gera góða leik- og grunnskóla borgarinnar enn betri. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú fræðigrein hefur á undanförnum áratugum gagnrýnt margar eldri höfuð kenningar sínar sem augljóslega vanmátu greind og þroska barna. Áhrif þessarar gagnrýni má m.a. finna stað í þeirri viðleitni að breyta leikskólum í síauknum mæli úr dagvistun í metnaðarfulla skóla með skipulagt námsefni. Auk þess yrði þessi breyting stórt skref í átt að einstaklingsmiðuðu námi sem nú er mjög í deiglunni. Góð reynsla í 94 ár Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu fimm ára barna frá stofnun skólans, 1926, eða í tæpa öld. Sá skóli fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og hefur lengi verið góð fyrirmynd í íslensku skólakerfi. Þessi tilhögun þar hefur ætíð gefist mjög vel. Þá má geta þess að börn hefja grunnskólanám við fimm ára aldur í mörgum þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Samfella skólastiga Grunnþættir menntunar eru þeir sömu í aðalnámskrá grunn – og leikskóla og eiga að fléttast inn í allt nám nemenda. Fimm ára bekkur í grunnskóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennsluaðferðir beggja skólastiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik. Það góða og faglega starf sem nú er innt af hendi í leikskólanum gefur okkur færi á að brúa bilið enn frekar milli leik- og grunnskóla. Það er mikilvægt að samfella sé í námi og að nám á fyrri skólastigum nýtist á því næsta. Rannsóknir benda til að námsefni skarist á mörkum skólastiga. Það gefur til kynna að hægt sé að stytta leikskólann um eitt ár þannig að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur og ljúki við fimmtán ára aldur. Nemendur hæfu þá framhaldsskólanám, og síðar háskólanám, á sama aldri og jafnaldrar þeirra víða um heim.. Sóknarfæri fyrir leikskóla Ef Reykjavíkurborg riði á vaðið með þessa breytingu gæfist strax raunverulegur kostur á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Öllum tólf mánaða börnum verður þá tryggð leikskólavist án tafar. Hér hreyfa eflaust ýmsir þeirri mótbáru að til lítils sé að losa leikskólann við einn árgang, ef hann bætist svo hvort sem er við grunnskólann. En flestir grunnskólarnir hafa mun meira svigrúm til að sinna þessum eina árgangi, fremur en leikskólarnir. Í öllum grunnskólum eru t.d. starfandi frístundaheimili sem gætu nýst vel fimm ára börnum við endurskipulagningu skóladagsins. Þessi frístundaheimili sinna nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi, en standa yfirleitt auð fyrir hádegi. Öllum til hagsbóta Að lokum ber þess að geta að við þessa breytingu mun skólaganga leik- og grunnskólans styttast um eitt ár. Slíkar breytingar hefðu í för með sér feykilegan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykjavíkurborg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta verulega launakjör leik- og grunnskólakennara, bæta kennslubúnað og starfsaðstæður nemenda og kennara og yfirleitt gera góða leik- og grunnskóla borgarinnar enn betri. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun