Jón Stefán: „Markmaðurinn okkar vinnur þennan leik fyrir okkur” Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 21:53 Jón Stefán Jónsson (t.v.) var eðlilega sáttur við sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19