Frelsishúsnæði, ekki frelsisborgarar Trausti Magnússon skrifar 4. maí 2022 12:31 „Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Sjá meira
„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“. Matarvagn keyrir um hverfi borgarinnar og afhendir gangandi vegfarendum gómsæta „frelsisborgara“. Þetta er þá í nafni þess að hamborgarar séu upprunir frá landi frelsisins. Þess lands sem nú stefnir hraðbyri í átt að því að “frelsa” konur frá þungunarrofum. En það er önnur saga. Við Sósíalistar erum með tillögur í húsnæðismálum sem einmitt snúa að frelsinu. 90% leigjenda eru ekki frjálsir. Það er staðreynd. Þessir leigjendur vilja ekki vera á leigumarkaði, en þrátt fyrir stanslaust brauðstrit og tilraunir þá komast þeir ekki af honum og í það húsnæðisöryggi sem þeir þrá. Þetta er vegna okursins og ánauðarinnar sem hinn „frjálsi“ markaður hefur lagt þeim á herðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar þá eyða tæplega 50% leigjenda nærri 50% af ráðstöfunarfé sínu í húsaleigu. Þetta er langt umfram efri mörk OECD um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þetta er ekki í boði lengur. Tími þess þegar hægrið gat snúið hugtakinu „frelsi“ upp í andhverfu sína er lokið. Frelsið er ekki þannig að þeir ríku og valdamiklu eigi að geta kreist hverja örðu úr fátækum og þeim valdalitlu, það heitir helsi. Leigjendur bera uppi auðsöfnun á húsnæðismarkaði vegna þeirrar helsistefnu sem betri borgarinn á hjólum boðar, og í guðanna bænum kæru kjósendur forðið börnunum ykkar frá því að bíta í svoleiðis götubita. Tillögur Sósíalista í húsnæðismálum eru hinsvegar til þess fallnar að losa leigjendur og þá sem komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn úr ánauð okursins. Tillögurnar byggja á þaulreyndum fyrirmyndum frá mörgum helstu og blómlegustu borgum Evrópu. Við þurfum einfaldlega að horfa til þess sem hefur þegar virkað annars staðar og yfirfæra yfir á íslenskan veruleika í þeim tilgangi að frelsa fólk úr varanlegri húsnæðisánauð og koma því í öruggt húsnæði.. Þarna erum við að tala um frelsishúsnæði. Reykjavík skal byggja í borginni, stofna óhagnaðardrifið leigufélag sem fer í uppbyggingu á skala sem hefur ekki sést frá því að Breiðholtið var byggt upp. Þetta er mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið í heild sinni. Ekki bara fyrir tekjulægstu hópana, heldur fyrir alla þá sem unna frelsinu og vilja trúa því að allar manneskjur eigi rétt á að búa við mannlega reisn. Látum ekki ríkasta fólkið, þau sem hagnast á núverandi ástandi með síendurteknum uppkaupum á íbúðarhúsnæði til leigu, stýra umræðunni og þar með samfélagi okkar. Segjum stopp og endurheimtum frelsi okkar! Við eigum það skilið! Er Berlín stjórnað af kommúnistum? Ræður Stalín í Vínarborg? Þetta kaldastríðshjal sjálfstæðismanna er auðvitað ekkert annað en gömul rulla til þess að verja viðvarandi ástand og vernda hagsmuni þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem þurfa að strita fyrir því einu að fá þak yfir höfuðið. Og kratar: sýnið kjark og takið þátt í þessu með okkur. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun