Kærir Landlækni fyrir lygar og telur þær valda útilokun frá störfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:01 Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla segir Landslæknisembættið hafa borið ósannindi á sig í bréfi til velferðarráðuneytis nú heilbrigðisráðuneytis. Hún berst fyrir að fá það leiðrétt en málið hafi m.a. valdið því að hún hafi verið útilokuð frá störfum. Vísir Lyfjafræðingur sem starfaði tímabundið hjá Landlækni hefur kært embættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir að ljúga til um störf sín. Lyfjafræðingurinn sem benti á alvarlegar villur í lyfjagagnagrunni Landlæknis var sagður hafa rofið þagnarskyldu embættisins. Það var árið 2016 sem Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla hélt fyrirlestur í velferðarráðuneytinu nú heilbrigðisráðuneyti eftir að hún og nemandi hennar höfðu komist að alvarlegum villum í lyfjagagnagrunni Landlæknis árið 2011. „Breyta sem að þau voru að nota til að fylgjast með lyfjanotkun sjúklinga til að fylgjast með lyfjaávísinum lækna var rangt skráð fyrir 30% af norrænu vörunúmerunum. Þetta var um þriðjungur af skráðum lyfjapakkningum hér á landi,“ segir Ingunn. Nú sé búið að laga þetta en Ingunn benti í fyrirlestrinum á þrjú andlát sem höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem möguleg tengsl voru milli lyfjaávísana og andláta. Líklega hefði verið hægt að sjá of miklar lyfjaávísanir fyrir hefði gagnagrunnurinn verið í lagi. Daginn eftir sendi svo stjórnandi hjá Landlæknisembættinu bréf til velferðarráðuneytisins nú heilbrigðisráðuneytisins þar sem kemur fram að Ingunn hafi á kynningunni rætt um einstaklinga sem voru til skoðunar hjá embættinu vegna lyfjaávísana þegar hún var þar starfsmaður. Þá kom fram að það væri fullkomlega óeðlilegt að starfsmaður fjallaði bæði um þessi mál en væri einnig að ræða við aðstandendur þeirra. Þá kom fram að það væri vandséð hvaða erindi þessi mál ættu í umræðu um gæði lyfjagagnagrunns. Fréttastofa hefur afrit af bréfinu undir höndum. Ingunn segir þetta ósatt hún hafi ekki verið starfsmaður embættisins á þeim tíma sem málin voru til umfjöllunar hjá Landlækni. „Þetta er ósatt. Þetta voru óheppileg viðbrögð við því að átta sig á því að þarna höfðu átt sér stað mistök í lyfjagagnagrunninum sem hlutu að skrifast á embættið,“ segir hún. Hún hefur síðan 2017, án árangurs reynt að fá þetta leiðrétt hjá Landlækni. „Ég vil fyrst og fremst fá fram að menn taki þessi gæðamál alvarlega og bregðist ekki við því þegar þeir átta sig á að mistök hafi átt sér stað, með því að skjóta sendiboðann,“ segir hún. Ingunn kærði svo Landslæknisembættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir lygar í síðustu viku og óskaði eftir því að þetta yrði leiðrétt. Telur málið hafa valdið útilokun Hún telur jafnframt að málið hafi orðið til þess að hún hafi verið útilokuð frá störfum í heilbrigðisráðuneytinu til dæmis á grundvelli lélegrar tungumálakunnáttu í norrænum málum og ensku sem hún segir fjarstæðukennt. Hún hafi kennt á dönsku og kenni á norsku og hafi skrifað ógrynni efnis þá á meðal fræðiritgerðir á ensku. Þá hafi í umsögnum um hana verið vísað í málið sem hún berst nú fyrir að fá leiðrétt. „Ég hefði sjálf ekki ráðið manneskju sem hefði gert það sem sagt var að ég hefði gert,“ segir Ingunn að lokum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Það var árið 2016 sem Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla hélt fyrirlestur í velferðarráðuneytinu nú heilbrigðisráðuneyti eftir að hún og nemandi hennar höfðu komist að alvarlegum villum í lyfjagagnagrunni Landlæknis árið 2011. „Breyta sem að þau voru að nota til að fylgjast með lyfjanotkun sjúklinga til að fylgjast með lyfjaávísinum lækna var rangt skráð fyrir 30% af norrænu vörunúmerunum. Þetta var um þriðjungur af skráðum lyfjapakkningum hér á landi,“ segir Ingunn. Nú sé búið að laga þetta en Ingunn benti í fyrirlestrinum á þrjú andlát sem höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem möguleg tengsl voru milli lyfjaávísana og andláta. Líklega hefði verið hægt að sjá of miklar lyfjaávísanir fyrir hefði gagnagrunnurinn verið í lagi. Daginn eftir sendi svo stjórnandi hjá Landlæknisembættinu bréf til velferðarráðuneytisins nú heilbrigðisráðuneytisins þar sem kemur fram að Ingunn hafi á kynningunni rætt um einstaklinga sem voru til skoðunar hjá embættinu vegna lyfjaávísana þegar hún var þar starfsmaður. Þá kom fram að það væri fullkomlega óeðlilegt að starfsmaður fjallaði bæði um þessi mál en væri einnig að ræða við aðstandendur þeirra. Þá kom fram að það væri vandséð hvaða erindi þessi mál ættu í umræðu um gæði lyfjagagnagrunns. Fréttastofa hefur afrit af bréfinu undir höndum. Ingunn segir þetta ósatt hún hafi ekki verið starfsmaður embættisins á þeim tíma sem málin voru til umfjöllunar hjá Landlækni. „Þetta er ósatt. Þetta voru óheppileg viðbrögð við því að átta sig á því að þarna höfðu átt sér stað mistök í lyfjagagnagrunninum sem hlutu að skrifast á embættið,“ segir hún. Hún hefur síðan 2017, án árangurs reynt að fá þetta leiðrétt hjá Landlækni. „Ég vil fyrst og fremst fá fram að menn taki þessi gæðamál alvarlega og bregðist ekki við því þegar þeir átta sig á að mistök hafi átt sér stað, með því að skjóta sendiboðann,“ segir hún. Ingunn kærði svo Landslæknisembættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir lygar í síðustu viku og óskaði eftir því að þetta yrði leiðrétt. Telur málið hafa valdið útilokun Hún telur jafnframt að málið hafi orðið til þess að hún hafi verið útilokuð frá störfum í heilbrigðisráðuneytinu til dæmis á grundvelli lélegrar tungumálakunnáttu í norrænum málum og ensku sem hún segir fjarstæðukennt. Hún hafi kennt á dönsku og kenni á norsku og hafi skrifað ógrynni efnis þá á meðal fræðiritgerðir á ensku. Þá hafi í umsögnum um hana verið vísað í málið sem hún berst nú fyrir að fá leiðrétt. „Ég hefði sjálf ekki ráðið manneskju sem hefði gert það sem sagt var að ég hefði gert,“ segir Ingunn að lokum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45
Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08