Útkall - kjósum öll! Mjöll Matthíasdóttir skrifar 5. maí 2022 08:31 Nú stendur yfir kosning formanns í Félagi grunnskólakennara. Síðar í mánuðinum fer svo fram kosning til annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið. Kosin verður stjórn, samninganefnd og skólamálanefnd. Það er hagur okkar allra að til þessara starfa veljist fjölbreyttur og öflugur hópur. Ert þú grunnskólakennari? Hefur þú hugleitt að gefa kost á þér til starfa? Í umræðu samfélagsins um skólamál, um kjaramál og við samningaborðið skiptir máli að rödd okkar kennara hljómi. Stefnan þarf að vera skýr. Stefnuna móta kennarar. Allir kennarar - ekki bara þau sem kjörin eru til forystu. Tökum þátt í starfi félagsins, látum okkar rödd heyrast. Skólastarf tekur stöðugum breytingum. Kennarastarfið sömuleiðis. Þetta þekkjum við kennarar best. Kennarastarfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt en einnig fullt af áskorunum. Sístækkandi vandi við mönnun skóla hefur áhrif á gæði skólastarfs og eykur álag á þau sem þegar eru við störf. Þeirri þróun þarf að snúa við. Okkur vantar fleiri kennara í hópinn. Starfsaðstæður og launakjör geta haft þar mikið að segja og þurfa að vera þau sömu og öðrum sérfræðingum standa til boða. Sú leiðrétting þolir enga bið. Menntamálayfirvöld og rekstraraðilar grunnskóla bera þar ábyrgð. Grunnskólakennarar, það er verk að vinna. Við þurfum að vinna það saman. Ég er tilbúin að leiða hópinn. Góð þátttaka í kosningum félagsins sýnir styrk þess. Kjósum öll! Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Stéttarfélög Félagasamtök Grunnskólar Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir kosning formanns í Félagi grunnskólakennara. Síðar í mánuðinum fer svo fram kosning til annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið. Kosin verður stjórn, samninganefnd og skólamálanefnd. Það er hagur okkar allra að til þessara starfa veljist fjölbreyttur og öflugur hópur. Ert þú grunnskólakennari? Hefur þú hugleitt að gefa kost á þér til starfa? Í umræðu samfélagsins um skólamál, um kjaramál og við samningaborðið skiptir máli að rödd okkar kennara hljómi. Stefnan þarf að vera skýr. Stefnuna móta kennarar. Allir kennarar - ekki bara þau sem kjörin eru til forystu. Tökum þátt í starfi félagsins, látum okkar rödd heyrast. Skólastarf tekur stöðugum breytingum. Kennarastarfið sömuleiðis. Þetta þekkjum við kennarar best. Kennarastarfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt en einnig fullt af áskorunum. Sístækkandi vandi við mönnun skóla hefur áhrif á gæði skólastarfs og eykur álag á þau sem þegar eru við störf. Þeirri þróun þarf að snúa við. Okkur vantar fleiri kennara í hópinn. Starfsaðstæður og launakjör geta haft þar mikið að segja og þurfa að vera þau sömu og öðrum sérfræðingum standa til boða. Sú leiðrétting þolir enga bið. Menntamálayfirvöld og rekstraraðilar grunnskóla bera þar ábyrgð. Grunnskólakennarar, það er verk að vinna. Við þurfum að vinna það saman. Ég er tilbúin að leiða hópinn. Góð þátttaka í kosningum félagsins sýnir styrk þess. Kjósum öll! Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar