Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2022 09:17 Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri virðist ætla að ná kjöri sem forseti Filippseyja, 36 árum eftir að faðir hans hrökklaðist frá völdum í skugga fjöldamótmæla gegn einræðisstjórn hans. Vísir/EPA Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. Tíu eru í framboði í forsetakosningunum sem fara fram mánudaginn 9. maí. Ferdinand Marcos yngri, sem gengur undir gælunafninu „Bongbong“, hefur lengi mælst með mest fylgi þeirra í skoðanakönnunum. Næst honum kemst Leni Robredo varaforseti en í könnun um miðjan apríl munaði engu að síður heilum 33 prósentustigum á þeim. Sara Duterte, dóttir Rodrigo, fráfarandi forseta, er varaforsetaefni Marcos. Marcos yngri er 64 ára gamall fyrrverandi öldungadeildarþingmaður. Hann hefur alla tíð varið föður sinn sem var komið frá völdum í uppreisn almennings árið 1986 og neitað að biðjast afsökunar eða einu sinni viðurkenna ofbeldisverk og þjófnað sem var framinn í forsetatíð hans. Herlög voru í gildi í tæpan áratug af þeim tveimur sem Marcos eldri var við völd frá 1965 til 1986. Á þeim tíma voru 70.000 landsmenn fangelsaðir, 34.000 pyntaðir og 3.240 myrtir samkvæmt tölum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þá er talið að Marcos-fjölskyldan hafi stolið milljörðum dollara af löndum sínum og komið úr landi. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa unnið að því að endurheimta féð. „Ég var öskrandi allan tímann“ Keppinautar Marcos yngri um forsetastólinn hafa sakað hann um sögufölsun og upplýsingafals en hann hafnar öllum slíkum ásökunum. Í viðtali í janúar lýsti hann þó efasemdum um tölur um fangelsaða og myrta í stjórnartíð föður síns. Forsetaframbjóðandinn hefur jafnframt dreift fullyrðingum um að enginn hafi verið handtekinn fyrir pólitískar eða trúarlegar skoðanir eða fyrir að gagnrýna Marcos eldri á sínum tíma. Hann hefur lýst föður sínum sem „pólitískum snillingi“. Tilhugsunin um að Marcos yngri taki við völdum fer því fyrir brjóstið á fólki sem sannarlega þjáðist undir einræðisherranum. Christina Bawagan óttast þannig að voðaverkin sem Marcos eldri framdi verði sópað undir teppið taki sonur hans við. Hún var handtekinn, pyntuð og beitt kynferðisofbeldi af hermönnum Marcos eldri fyrir að andæfa stjórn hans á meðan herlögin voru í gildi. „Ég var slegin í andlitið í hvert skipti sem þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég svaraði og það var í hvert skipti. Þeir börðu mig fast í lærin og slógu á eyrun. Þeir rifu kjólinn minn og þukluðu á brjóstum mínum,“ segir Bawagan, sem nú er 67 ára gömul, við Reuters-fréttastofuna. Verst var þó þegar hermennirnir tróðu aðskotahlut upp í leggöng hennar. „Það var það versta og ég var öskrandi allan tímann. Enginn virtist heyra það,“ segir Bawagan. Hópur fólks mótmælir framboði Marcos yngri til forseta og krefst réttlætis fyrir fórnarlömb föður hans við skrifstofu mannréttindanefndar í Quezon.Vísir/EPA Fengi rannsókn á eigin fjölskyldu í fangið Til að strá salti yfir sárin fengi Marcos yngri völd yfir ríkisstofnunum sem reyna að endurheimta féð sem fjölskylda hans stal nái hann kjöri. Í kosningabaráttunni hefur Marcos yngi gert lítið úr þjófnaðinum og lýst fregnum af honum sem „falsfréttum“. Fjölskyldan yrði þó við hverju því sem filippseyskir dómstólar ákvæðu. Reuters-fréttastofan segir þó að Marcos yngri hafi tekið þátt í að fela illa fengin auðæfi fjölskyldu sinnar og hindrað rannsakendur. Þau fjölskyldan hafi ítrekað hunsað réttartilskipanir og kært úrskurði um að þau létu af hendi eignir. Ættingjar Marcos eru enn sakborningar í fleiri en fjörutíu einkamálum sem tengjast auðsöfnun þeirra. Móðir hans, Imelda Marcos, var dæmd í fangelsi fyrir fjármálamisferli árið 2018 en hún áfrýjaði dómnum. Marcos eldri lést árið 1989. Filippseyjar Tengdar fréttir Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. 17. janúar 2022 11:18 Imelda Marcos sakfelld fyrir spillingu Fyrrverandi forsetafrúin er einna þekktust fyrir að hafa átt þúsund skópör þegar hún og eiginmaður hennar stýrðu FIlippseyjum með harðri hendi. 9. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Tíu eru í framboði í forsetakosningunum sem fara fram mánudaginn 9. maí. Ferdinand Marcos yngri, sem gengur undir gælunafninu „Bongbong“, hefur lengi mælst með mest fylgi þeirra í skoðanakönnunum. Næst honum kemst Leni Robredo varaforseti en í könnun um miðjan apríl munaði engu að síður heilum 33 prósentustigum á þeim. Sara Duterte, dóttir Rodrigo, fráfarandi forseta, er varaforsetaefni Marcos. Marcos yngri er 64 ára gamall fyrrverandi öldungadeildarþingmaður. Hann hefur alla tíð varið föður sinn sem var komið frá völdum í uppreisn almennings árið 1986 og neitað að biðjast afsökunar eða einu sinni viðurkenna ofbeldisverk og þjófnað sem var framinn í forsetatíð hans. Herlög voru í gildi í tæpan áratug af þeim tveimur sem Marcos eldri var við völd frá 1965 til 1986. Á þeim tíma voru 70.000 landsmenn fangelsaðir, 34.000 pyntaðir og 3.240 myrtir samkvæmt tölum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þá er talið að Marcos-fjölskyldan hafi stolið milljörðum dollara af löndum sínum og komið úr landi. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa unnið að því að endurheimta féð. „Ég var öskrandi allan tímann“ Keppinautar Marcos yngri um forsetastólinn hafa sakað hann um sögufölsun og upplýsingafals en hann hafnar öllum slíkum ásökunum. Í viðtali í janúar lýsti hann þó efasemdum um tölur um fangelsaða og myrta í stjórnartíð föður síns. Forsetaframbjóðandinn hefur jafnframt dreift fullyrðingum um að enginn hafi verið handtekinn fyrir pólitískar eða trúarlegar skoðanir eða fyrir að gagnrýna Marcos eldri á sínum tíma. Hann hefur lýst föður sínum sem „pólitískum snillingi“. Tilhugsunin um að Marcos yngri taki við völdum fer því fyrir brjóstið á fólki sem sannarlega þjáðist undir einræðisherranum. Christina Bawagan óttast þannig að voðaverkin sem Marcos eldri framdi verði sópað undir teppið taki sonur hans við. Hún var handtekinn, pyntuð og beitt kynferðisofbeldi af hermönnum Marcos eldri fyrir að andæfa stjórn hans á meðan herlögin voru í gildi. „Ég var slegin í andlitið í hvert skipti sem þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég svaraði og það var í hvert skipti. Þeir börðu mig fast í lærin og slógu á eyrun. Þeir rifu kjólinn minn og þukluðu á brjóstum mínum,“ segir Bawagan, sem nú er 67 ára gömul, við Reuters-fréttastofuna. Verst var þó þegar hermennirnir tróðu aðskotahlut upp í leggöng hennar. „Það var það versta og ég var öskrandi allan tímann. Enginn virtist heyra það,“ segir Bawagan. Hópur fólks mótmælir framboði Marcos yngri til forseta og krefst réttlætis fyrir fórnarlömb föður hans við skrifstofu mannréttindanefndar í Quezon.Vísir/EPA Fengi rannsókn á eigin fjölskyldu í fangið Til að strá salti yfir sárin fengi Marcos yngri völd yfir ríkisstofnunum sem reyna að endurheimta féð sem fjölskylda hans stal nái hann kjöri. Í kosningabaráttunni hefur Marcos yngi gert lítið úr þjófnaðinum og lýst fregnum af honum sem „falsfréttum“. Fjölskyldan yrði þó við hverju því sem filippseyskir dómstólar ákvæðu. Reuters-fréttastofan segir þó að Marcos yngri hafi tekið þátt í að fela illa fengin auðæfi fjölskyldu sinnar og hindrað rannsakendur. Þau fjölskyldan hafi ítrekað hunsað réttartilskipanir og kært úrskurði um að þau létu af hendi eignir. Ættingjar Marcos eru enn sakborningar í fleiri en fjörutíu einkamálum sem tengjast auðsöfnun þeirra. Móðir hans, Imelda Marcos, var dæmd í fangelsi fyrir fjármálamisferli árið 2018 en hún áfrýjaði dómnum. Marcos eldri lést árið 1989.
Filippseyjar Tengdar fréttir Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. 17. janúar 2022 11:18 Imelda Marcos sakfelld fyrir spillingu Fyrrverandi forsetafrúin er einna þekktust fyrir að hafa átt þúsund skópör þegar hún og eiginmaður hennar stýrðu FIlippseyjum með harðri hendi. 9. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. 17. janúar 2022 11:18
Imelda Marcos sakfelld fyrir spillingu Fyrrverandi forsetafrúin er einna þekktust fyrir að hafa átt þúsund skópör þegar hún og eiginmaður hennar stýrðu FIlippseyjum með harðri hendi. 9. nóvember 2018 07:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent