Besti vinur mannsins eða vinalegur óvinur? Ásta Sigríður Guðjónsdóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 5. maí 2022 12:01 Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum. Þrátt fyrir að hundurinn hafi fylgt okkur íslendingum allt frá því land byggðist upplifa hundaeigendur sig oft óvelkomna í samfélaginu með sínum besta vini. Fá svæði eru fyrir hunda til að ganga lausir, hundasvæði þar sem eigendur geta hist með hundana sína eru örfá, hundar eru ekki velkomnir nema á örfáa opinbera staði og alls ekki í fjölbýlishús nema með samþykki 2/3 íbúa. Að ónefndu ofnæmi fyrir hundum sem virðist hrjá allt of marga íslendinga og trónum við væntanlega á toppnum þar miðað við höfðatölu. Það er því ekki að undra að hundaeigendur upplifi sig sem annars flokks, á jaðrinum, í hæfilegri fjarlægð frá „hundalausum“ einstaklingum. Þjónustum eigendur og besta vin þeirra betur Í Reykjavík eru skráðir um 2.000 hundar en talið er að 9.000 hundar séu í borginni samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr. Garðabær hefur ekki farið í þá vinnu að greina þjónustu við gæludýr en ætla má að svipað hlutfall sé skráð hér í Garðabæ. Árið 2020 voru skráðir um 550 hundar í Garðabæ og miða við hlutfall í Reykjavík getum við áætlað að það hafi verið um 2.500 hundar í bænum árið 2020. Garðabær er því að fara á mis við á milli 14 og 28 milljónir á ári í skráningargjöld. Það þarf að skoða í hverju vandinn leynist þegar kemur að skráningu en það þarf klárlega að bæta þjónustuna til þess að auka skráningu. Það er sár vöntun á svæðum fyrir hunda og raddir hundaeigenda í Garðabæ um úrbætur ekki fengið hljómgrunn. Hundar þurfa að geta hlaupið frjálsir og leikið við aðra hunda.Það þarf að útbúa leiksvæði fyrir hunda til að fá frelsi, til að fá tækifæri til að umgangast aðra hunda og fyrir hundaeigendur til að koma saman. Svæði þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á námskeið í uppeldi og þjálfun. Þetta er ekkert nýtt á nálinni þar sem slík svæði þekkjast vel í í öðrum löndum og nýtast vel. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum koma til móts við hundaeigendur og skapa umhverfi í Garðabæ þar sem besti vinur mannsins er velkominn en ekki vinalegur óvinur. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hundar Gæludýr Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum. Þrátt fyrir að hundurinn hafi fylgt okkur íslendingum allt frá því land byggðist upplifa hundaeigendur sig oft óvelkomna í samfélaginu með sínum besta vini. Fá svæði eru fyrir hunda til að ganga lausir, hundasvæði þar sem eigendur geta hist með hundana sína eru örfá, hundar eru ekki velkomnir nema á örfáa opinbera staði og alls ekki í fjölbýlishús nema með samþykki 2/3 íbúa. Að ónefndu ofnæmi fyrir hundum sem virðist hrjá allt of marga íslendinga og trónum við væntanlega á toppnum þar miðað við höfðatölu. Það er því ekki að undra að hundaeigendur upplifi sig sem annars flokks, á jaðrinum, í hæfilegri fjarlægð frá „hundalausum“ einstaklingum. Þjónustum eigendur og besta vin þeirra betur Í Reykjavík eru skráðir um 2.000 hundar en talið er að 9.000 hundar séu í borginni samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr. Garðabær hefur ekki farið í þá vinnu að greina þjónustu við gæludýr en ætla má að svipað hlutfall sé skráð hér í Garðabæ. Árið 2020 voru skráðir um 550 hundar í Garðabæ og miða við hlutfall í Reykjavík getum við áætlað að það hafi verið um 2.500 hundar í bænum árið 2020. Garðabær er því að fara á mis við á milli 14 og 28 milljónir á ári í skráningargjöld. Það þarf að skoða í hverju vandinn leynist þegar kemur að skráningu en það þarf klárlega að bæta þjónustuna til þess að auka skráningu. Það er sár vöntun á svæðum fyrir hunda og raddir hundaeigenda í Garðabæ um úrbætur ekki fengið hljómgrunn. Hundar þurfa að geta hlaupið frjálsir og leikið við aðra hunda.Það þarf að útbúa leiksvæði fyrir hunda til að fá frelsi, til að fá tækifæri til að umgangast aðra hunda og fyrir hundaeigendur til að koma saman. Svæði þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á námskeið í uppeldi og þjálfun. Þetta er ekkert nýtt á nálinni þar sem slík svæði þekkjast vel í í öðrum löndum og nýtast vel. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum koma til móts við hundaeigendur og skapa umhverfi í Garðabæ þar sem besti vinur mannsins er velkominn en ekki vinalegur óvinur. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun