Opinbert óréttlæti Friðrik Jónsson skrifar 6. maí 2022 07:00 Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun