Lengi býr að fyrstu gerð Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:31 Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun