Um hafnamál Rúnar Gunnarsson skrifar 6. maí 2022 10:02 Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu. Allar eiga þær sameiginlegt að vera öflugar og umsvifamiklar á sinn hátt. Borgarfjörður með sína einstöku höfn sem þjónustar stóran smábátaflota, Djúpivogur með mikil umsvif tengd laxeldi og bolfiski og Seyðisfjörður sem er fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að þjónustu við skemmtiferðaskip og umfangsmikil fiskihöfn. Á næsta kjörtímabili stendur til að fara í miklar framkvæmdir í samvinnu við vegagerðina í öllum höfnunum og verða þær þá enn betur í stakk búnar til að takast á við verkefnin sem eru til staðar. Vinna er nú þegar hafin við nýtt stálþil á Djúpavogi, Borgarfjarðarhöfn verður gerð aðgengilegri og á Seyðisfirði verður gamla Engrosbryggjan endurbyggð og áform eru uppi um lengingu og stækkun Strandarbakka. Allt verður þetta til þess að Hafnir Múlaþings munu geta aukið þá þjónustu sem boðið er upp á og gefur mikla möguleika á tekjuaukningu í tengslum við hafnsækna starfsemi. En betur má ef duga skal og telur undirritaður að hefja þurfi markvisst átak í markaðssetningu hafnanna. Með Axarvegi auðveldast flutningar milli Djúpavogs og Seyðisfjarðar. Og með tilkomu Fjarðarheiðagangna, sem fara í framkvæmd á næsta ári, mun opnast mikill möguleiki á Seyðisfirði að taka á móti flutningaskipum svipuðum þeim sem sigla á Þorlákshöfn. Þetta er stórt tækifæri til að koma Höfnum Múlaþings rækilega á kortið. Með stækkun hafnarkants á Seyðisfirði opnast einnig nýjar víddir í móttöku skemmtiferðaskipa. Það verður stórt verkefni að hafa góða stjórn á því að seilast ekki of langt í skipafjölda, en ég held að með góðu samtali við ferðaþjónustuaðila þá hafi Austurland alla burði til að verða leiðandi í skemmtiferðaskipabransanum. Nauðsynlegt er því að setjast saman og marka okkur stefnu í ferðamálum og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að koma upp afþreyingu fyrir ferðamenn að gera slíkt. Við verðum að hugsa stórt og horfa björtum augum á framtíðina. Höfundur er yfirhafnavörður á Seyðisfirði og skipar 6. sæti á lista Austurlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu. Allar eiga þær sameiginlegt að vera öflugar og umsvifamiklar á sinn hátt. Borgarfjörður með sína einstöku höfn sem þjónustar stóran smábátaflota, Djúpivogur með mikil umsvif tengd laxeldi og bolfiski og Seyðisfjörður sem er fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að þjónustu við skemmtiferðaskip og umfangsmikil fiskihöfn. Á næsta kjörtímabili stendur til að fara í miklar framkvæmdir í samvinnu við vegagerðina í öllum höfnunum og verða þær þá enn betur í stakk búnar til að takast á við verkefnin sem eru til staðar. Vinna er nú þegar hafin við nýtt stálþil á Djúpavogi, Borgarfjarðarhöfn verður gerð aðgengilegri og á Seyðisfirði verður gamla Engrosbryggjan endurbyggð og áform eru uppi um lengingu og stækkun Strandarbakka. Allt verður þetta til þess að Hafnir Múlaþings munu geta aukið þá þjónustu sem boðið er upp á og gefur mikla möguleika á tekjuaukningu í tengslum við hafnsækna starfsemi. En betur má ef duga skal og telur undirritaður að hefja þurfi markvisst átak í markaðssetningu hafnanna. Með Axarvegi auðveldast flutningar milli Djúpavogs og Seyðisfjarðar. Og með tilkomu Fjarðarheiðagangna, sem fara í framkvæmd á næsta ári, mun opnast mikill möguleiki á Seyðisfirði að taka á móti flutningaskipum svipuðum þeim sem sigla á Þorlákshöfn. Þetta er stórt tækifæri til að koma Höfnum Múlaþings rækilega á kortið. Með stækkun hafnarkants á Seyðisfirði opnast einnig nýjar víddir í móttöku skemmtiferðaskipa. Það verður stórt verkefni að hafa góða stjórn á því að seilast ekki of langt í skipafjölda, en ég held að með góðu samtali við ferðaþjónustuaðila þá hafi Austurland alla burði til að verða leiðandi í skemmtiferðaskipabransanum. Nauðsynlegt er því að setjast saman og marka okkur stefnu í ferðamálum og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að koma upp afþreyingu fyrir ferðamenn að gera slíkt. Við verðum að hugsa stórt og horfa björtum augum á framtíðina. Höfundur er yfirhafnavörður á Seyðisfirði og skipar 6. sæti á lista Austurlistans.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun