Pavel leikur hundraðasta leikinn sinn í úrslitakeppni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 13:30 Pavel Ermolinskij í leik með Valsmönnum sem hafa ekki orðið Íslandmeistarar í 39 ár. Vísir/Vilhelm Valsmaðurinn Pavel Ermolinskij verður í kvöld aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að spila hundrað leiki í úrslitakeppni karla í körfubolta. Hundraðasti leikur Pavels í úrslitakeppni verður jafnframt fyrsti leikur karlaliðs Vals í úrslitaeinvígi í þrjátíu ár. Leikur eitt í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls í úrslitakeppni karla hefst klukkan 20.30 í Origo-höllinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00 á sömu stöð og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Pavel og félagar í Valsliðinu hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni sem er ekki algengt. Hundraðasti leikur hans hefði því að öllu eðlilegu átt að koma í undanúrslitunum en það hefur bara enginn ráðið við Valsliðið í þessari úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu þannig Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn út úr undanúrslitunum með þremur sigrum með 11,3 stigum að meðaltali og það þrátt fyrir að leik tvo leikjanna á útivelli. Pavel lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni með ÍR-ingum vorið 2003 en þegar hann kom aftur heim eftir atvinnumennsku þá fór hann í KR. Hann lék í KR frá 2010 til 2011 og náði þar tveimur úrslitakeppnum og eftir tvö ár í Svíþjóð kom hann heim og var lykilmaður þegar KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel hefur síðan leikið með Val í þrjú tímabil. Á öðru árinu komst liðið í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 29 ár og nú er liðið komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Pavel er kominn í lokaúrslitin í áttunda skipti en hann hefur aldrei tapað þar. Pavel varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Þetta þýðir um leið að Pavel hefur verið í sigurliði í 73 af 99 leikjum sínum í úrslitakeppni sem þýðir að sigurhlutfall liða með hann innanborðs er 74 prósent. Pavel er ekki sá eini í einvíginu sem nær væntanlega hundrað leikjum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur sinn 99. leik í úrslitakeppni í kvöld. Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Hundraðasti leikur Pavels í úrslitakeppni verður jafnframt fyrsti leikur karlaliðs Vals í úrslitaeinvígi í þrjátíu ár. Leikur eitt í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls í úrslitakeppni karla hefst klukkan 20.30 í Origo-höllinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00 á sömu stöð og leikurinn verður síðan gerður upp að honum loknum. Pavel og félagar í Valsliðinu hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni sem er ekki algengt. Hundraðasti leikur hans hefði því að öllu eðlilegu átt að koma í undanúrslitunum en það hefur bara enginn ráðið við Valsliðið í þessari úrslitakeppni. Valsmenn sópuðu þannig Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn út úr undanúrslitunum með þremur sigrum með 11,3 stigum að meðaltali og það þrátt fyrir að leik tvo leikjanna á útivelli. Pavel lék sinn fyrsta leik í úrslitakeppni með ÍR-ingum vorið 2003 en þegar hann kom aftur heim eftir atvinnumennsku þá fór hann í KR. Hann lék í KR frá 2010 til 2011 og náði þar tveimur úrslitakeppnum og eftir tvö ár í Svíþjóð kom hann heim og var lykilmaður þegar KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel hefur síðan leikið með Val í þrjú tímabil. Á öðru árinu komst liðið í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 29 ár og nú er liðið komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Pavel er kominn í lokaúrslitin í áttunda skipti en hann hefur aldrei tapað þar. Pavel varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019. Þetta þýðir um leið að Pavel hefur verið í sigurliði í 73 af 99 leikjum sínum í úrslitakeppni sem þýðir að sigurhlutfall liða með hann innanborðs er 74 prósent. Pavel er ekki sá eini í einvíginu sem nær væntanlega hundrað leikjum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur sinn 99. leik í úrslitakeppni í kvöld. Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir
Leikir Pavel Ermolinskij í úrslitakeppni: Átta liða úrslit 84% sigurhlutfall í 32 leikjum (27 sigurleikir - 5 tapleikir) 9 einvígi unnin 2 einvígi töpuð Undanúrslit 68% sigurhlutfall í 37 leikjum (25 sigurleikir - 12 tapleikir) 8 einvígi unnin 1 einvígi tapað Lokaúrslit 70% sigurhlutfall í 30 leikjum (21 sigurleikur - 9 tapleikir) 7 einvígi unnin 0 einvígi töpuð - Flestir leikir í úrslitakeppni karla 1. Gunnar Einarsson 149 leikir 2. Guðjón Skúlason 133 leikir 3. Brynjar Þór Björnsson 130 leikir 4. Teitur Örlygsson 115 leikir 5. Darri Hilmarsson 109 leikir 6. Páll Kristinsson 106 leikir 7. Páll Axel Vilbergsson 104 leikir 7. Magnús Þór Gunnarsson 104 leikir 9. Sigurður Á. Þorvaldsson 102 leikir 10. Pavel Ermolinskij 99 leikir 11. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 98 leikir
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum