Hvað er barninu mínu fyrir bestu? Arnrún Magnúsdóttir skrifar 6. maí 2022 14:01 Í samtali við foreldra minni ég þau á að eignast barn er enn mikilvægara en að stofna fyrirtæki ehf. Samt sem áður má líkja þessu saman, það geri ég gjarnan. Þegar barn fæðist þá „eignast“ uppalendur kennitölu. Sem þau bera ábyrgð á fyrstu 18 árin. Þessa kennitölu er ekki hægt að, taka arð út úr, keyra í þrot, skipta um kennitölu, fá inn hluthafa, selja hlut í, til eru lög í landinu að það sé með öllu óheimilt að vanrækja barn með neinum hætti. Þetta er „FYRIRTÆKIÐ ÞITT NÆSTU 18 ÁRIN EHF“ (Ekkert Helvítis Frí ). Líf einstaklingsins er mikilvægt að undirbúa vel, vanda að tengsl við uppalendur sé með jöfnu móti. Að bernskan sé ræktuð, nærð með umhyggju og utan um haldi. Að hugað sé strax að tilfinninga- og félagsþroska sem er mikilvægt alla ævi. Um leið og barnið er komið inn í heim uppalenda, tekur við heilmikið skipulag. Það er m.a. heilsufarseftirlit, umsókn um skólavist í leikskóla, mæta í aðlögun, sitja fundi og samtöl. Síðan þarf að sækja barnið þegar það veikist, virða vistunartíma, sumarfrí jafnvel lokun leikskólans, það þarf að tilkynna forföll og eða frí barnsins. Þessi heilmikla vinna krefst þess að persónulegur tími er oft af skornum skammti, upplifun uppalenda stundum sú að of miklar kröfur séu gerðar frá leikskólanum með mætingu að barnið sé í sem bestum klæðnaði til að það geti athafnað sig í náminu. Horfum á fyrirtækjareksturinn, það þarf að sækja um starfsleyfi, heilbrigðisleyfi, rekstrarleyfi, brunavarnir, borga skatta og fleira. Eftirlitsaðilar mæta á staðinn án þess að gera boð á undan sér, setja út á og gera kröfur um bættari húsakost eða annað. Þau sem reka fyrirtæki, þekkja mikilvægi þess að standa í skilum, á opinberum gjöldum, að semja um frest á greiðslum og fleira. Ég tel að margir eiga auðvelt að bera þetta saman við uppeldishlutverkið. Í mörgum tilfellum er þetta ekki flókið, líkt og í almennum fyrirtækjarekstri þá er hægt að sækja sér námskeið, fá inn leiðsögn og fleira, heilsugæslan, skólarnir, þjónustumiðstöðvar, einkastofur út í bæ eru boðin og búin að veita ráðgjöf. Það kemur fyrir að eigendur fyrirtækja kulna í starfi, í dag eru til lausnir við því ýmiskonar endurhæfing, sjúkraþjálfun og aðstoð. Þá velti ég upp spurningunni: Kulna uppalendur út í sínu hlutverki? Erum við kannski svo stolt að við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvað þá öðrum að við þurfum hjálp? Uppalendur sem ég hef rætt við í gegnum tíðina átta sig oft á stöðu sinni eftir samtal þar sem þessi samanburður er viðhafður. Stundum erum við að tala um 5 manna fjölskyldu, móðir á fyrirtæki, faðir á fyrirtæki saman eiga þau 3 börn (3 fyrirtæki) fyrir utan hjónabandið sem má líka líkja við fyrirtæki. Ég spyr gengur þetta upp án þess að fá aðstoð? Sem betur fer eru ótal mörg grasrótarsamtök sem vinna ómælanlegt starf oft á tíðum er það sjálfboðaliða starf. Þau vekja athygli á mikilvægi uppeldis og umönnunar strax frá fæðingu. Að öllum ólöstuðum vil ég nefna samtökin, Þorpið tengslasetur, Fyrstu fimm. Sem einbeita sér að standa vörð um fyrstu ár í lífi einstaklings, þau eru til fyrirmyndar. Áhersla og umræða margra stjórnmálaflokka fyrir þessar kosningar láta í ljós að leikskólaárin séu biðár eða geymsla þar til alvöru grunnskólaganga hefst. Fjöldi íslenskra og erlendra rannsókna sýna að þessi fyrstu ár eru grunnurinn af því sem koma skal, lengi býr að fyrstu gerð. Sem betur fer er þó umræðan orðin opinská og það færist í vöxt meðal yngri kynslóða, það er gríðarlega jákvætt. Faðir sagði eitt sinn við mig með tárin í augunum „ ég kann ekki að vera pabbi, ég hef aldrei verið það áður, það er ekkert sem ég get gert rétt, ég þarf hjálp“ Ég er stolt af uppalendum sem berskjalda sig og leita sér aðstoðar. Við erum ólík og höfum mismunandi bakgrunn, við lærum lítið um uppeldishlutverkið í skólagöngu okkar og því er eðlilegt að engum sé það í blóð borið að verða gott foreldri. Ég lifi fyrir að styrkja uppalendur í þessu mikilvæga hlutverki. Það eru til lausnir við verðum að vernda börnin, leita aðstoðar, berskjalda okkur sérstaklega fyrir okkur sjálfum og nánustu, hvernig okkur líður í þessu merkilegasta og mikilvægasta hlutverki lífsins. Kæru uppalendur hafið í huga hvað þið veljið fyrir börnin ykkar á kjördag. Að lokum langar mig að minna okkur öll á að séum við í vanda, er það skylda okkar gagnvart barninu að leita aðstoðar „SEGÐU FRÁ“. Höfundur er leikskólakennari og heldur úti Samtalinu fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í samtali við foreldra minni ég þau á að eignast barn er enn mikilvægara en að stofna fyrirtæki ehf. Samt sem áður má líkja þessu saman, það geri ég gjarnan. Þegar barn fæðist þá „eignast“ uppalendur kennitölu. Sem þau bera ábyrgð á fyrstu 18 árin. Þessa kennitölu er ekki hægt að, taka arð út úr, keyra í þrot, skipta um kennitölu, fá inn hluthafa, selja hlut í, til eru lög í landinu að það sé með öllu óheimilt að vanrækja barn með neinum hætti. Þetta er „FYRIRTÆKIÐ ÞITT NÆSTU 18 ÁRIN EHF“ (Ekkert Helvítis Frí ). Líf einstaklingsins er mikilvægt að undirbúa vel, vanda að tengsl við uppalendur sé með jöfnu móti. Að bernskan sé ræktuð, nærð með umhyggju og utan um haldi. Að hugað sé strax að tilfinninga- og félagsþroska sem er mikilvægt alla ævi. Um leið og barnið er komið inn í heim uppalenda, tekur við heilmikið skipulag. Það er m.a. heilsufarseftirlit, umsókn um skólavist í leikskóla, mæta í aðlögun, sitja fundi og samtöl. Síðan þarf að sækja barnið þegar það veikist, virða vistunartíma, sumarfrí jafnvel lokun leikskólans, það þarf að tilkynna forföll og eða frí barnsins. Þessi heilmikla vinna krefst þess að persónulegur tími er oft af skornum skammti, upplifun uppalenda stundum sú að of miklar kröfur séu gerðar frá leikskólanum með mætingu að barnið sé í sem bestum klæðnaði til að það geti athafnað sig í náminu. Horfum á fyrirtækjareksturinn, það þarf að sækja um starfsleyfi, heilbrigðisleyfi, rekstrarleyfi, brunavarnir, borga skatta og fleira. Eftirlitsaðilar mæta á staðinn án þess að gera boð á undan sér, setja út á og gera kröfur um bættari húsakost eða annað. Þau sem reka fyrirtæki, þekkja mikilvægi þess að standa í skilum, á opinberum gjöldum, að semja um frest á greiðslum og fleira. Ég tel að margir eiga auðvelt að bera þetta saman við uppeldishlutverkið. Í mörgum tilfellum er þetta ekki flókið, líkt og í almennum fyrirtækjarekstri þá er hægt að sækja sér námskeið, fá inn leiðsögn og fleira, heilsugæslan, skólarnir, þjónustumiðstöðvar, einkastofur út í bæ eru boðin og búin að veita ráðgjöf. Það kemur fyrir að eigendur fyrirtækja kulna í starfi, í dag eru til lausnir við því ýmiskonar endurhæfing, sjúkraþjálfun og aðstoð. Þá velti ég upp spurningunni: Kulna uppalendur út í sínu hlutverki? Erum við kannski svo stolt að við viðurkennum ekki fyrir okkur sjálfum hvað þá öðrum að við þurfum hjálp? Uppalendur sem ég hef rætt við í gegnum tíðina átta sig oft á stöðu sinni eftir samtal þar sem þessi samanburður er viðhafður. Stundum erum við að tala um 5 manna fjölskyldu, móðir á fyrirtæki, faðir á fyrirtæki saman eiga þau 3 börn (3 fyrirtæki) fyrir utan hjónabandið sem má líka líkja við fyrirtæki. Ég spyr gengur þetta upp án þess að fá aðstoð? Sem betur fer eru ótal mörg grasrótarsamtök sem vinna ómælanlegt starf oft á tíðum er það sjálfboðaliða starf. Þau vekja athygli á mikilvægi uppeldis og umönnunar strax frá fæðingu. Að öllum ólöstuðum vil ég nefna samtökin, Þorpið tengslasetur, Fyrstu fimm. Sem einbeita sér að standa vörð um fyrstu ár í lífi einstaklings, þau eru til fyrirmyndar. Áhersla og umræða margra stjórnmálaflokka fyrir þessar kosningar láta í ljós að leikskólaárin séu biðár eða geymsla þar til alvöru grunnskólaganga hefst. Fjöldi íslenskra og erlendra rannsókna sýna að þessi fyrstu ár eru grunnurinn af því sem koma skal, lengi býr að fyrstu gerð. Sem betur fer er þó umræðan orðin opinská og það færist í vöxt meðal yngri kynslóða, það er gríðarlega jákvætt. Faðir sagði eitt sinn við mig með tárin í augunum „ ég kann ekki að vera pabbi, ég hef aldrei verið það áður, það er ekkert sem ég get gert rétt, ég þarf hjálp“ Ég er stolt af uppalendum sem berskjalda sig og leita sér aðstoðar. Við erum ólík og höfum mismunandi bakgrunn, við lærum lítið um uppeldishlutverkið í skólagöngu okkar og því er eðlilegt að engum sé það í blóð borið að verða gott foreldri. Ég lifi fyrir að styrkja uppalendur í þessu mikilvæga hlutverki. Það eru til lausnir við verðum að vernda börnin, leita aðstoðar, berskjalda okkur sérstaklega fyrir okkur sjálfum og nánustu, hvernig okkur líður í þessu merkilegasta og mikilvægasta hlutverki lífsins. Kæru uppalendur hafið í huga hvað þið veljið fyrir börnin ykkar á kjördag. Að lokum langar mig að minna okkur öll á að séum við í vanda, er það skylda okkar gagnvart barninu að leita aðstoðar „SEGÐU FRÁ“. Höfundur er leikskólakennari og heldur úti Samtalinu fræðsla ekki hræðsla.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar