Væntingar, vextir og vonbrigði 6. maí 2022 14:30 Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun