Mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna Sverrir Mar Smárason skrifar 6. maí 2022 20:45 Ólafur Jóhannesson (til hægri) hefði viljað sjá sína menn taka öll þrjú stigin í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55