Hverjum treystir þú til að leiða í Borgarbyggð? Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 8. maí 2022 19:45 Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun