Bæjarstjórn Kópavogs vantar regluvörð Helga Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 08:01 Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra. Á þéttingarsvæðum, t.d. í miðbæ, Traðarreit og á Kársnesi sitja íbúarnir uppi með háan sérfræðikostnað af því að verjast yfirgangi bæjarins. Barátta þeirra hefur ekki borið árangur hjá bæjaryfirvöldum, jafnvel þótt undir aðfinnslur íbúa hafi verið tekið af Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála hafi ógilt skipulagsvinnu bæjarins og mál séu til meðferðar hjá ráðuneyti skipulags- og sveitarstjórnarmála. Skipulagsslys, sem ómögulegt verður að vinda ofan af, blasa við á stöðum sem varða allan almenning. Vinir Kópavogs eru alls ekki andvígir þéttingu byggðar, enda sé farið að reglum og almannahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Með því að virða lögbundinn rétt íbúa til samráðs gætu bæjaryfirvöld fundið sátt um leiðir til að nýta land með skynsamlegum hætti fyrir þjónustu, almannarými og íbúðabyggð. Á það reynir ekki vegna þess að „vinnslutillögur” fjárfesta sem ekkert tala við íbúa ráða því frá upphafi hvernig deiliskipulag verður á endanum. Íbúðareitir eru skipulagðir hver af öðrum af fjárfestum en þjónusta, innviðir og mannlíf skilið eftir á ábyrgð bæjarins, oftast þannig að pláss til þess að sinna þeim hlutum með sóma er upp urið. Gott skipulag þarf að geta fóstrað gott mannlíf og til þess þarf rými til að bjóða upp á birtu, kyrrð, skjól og samveru. Þegar byggt er of mikið og of þétt eru íbúar sviptir lífsgæðum sem skipulag á að tryggja þeim. Fjárfestagræðgi stjórnar skipulagi Í skipulagsmálum Kópavogs hefur græðgin tekið völdin á kostnað lýðheilsu, lífsgæða og almannahags. Þétting byggðar í Kópavogi verður stórtækari með hverju verkefni. Þegar ný byggð reis t.d. í Lundi og á Kópavogstúni voru íbúar í grenndinni eðlilega gagnrýnir. Þar loftar þó vel milli húsa og lóðir eru grænar og grónar. Á nýrri þéttingarsvæðum t.d. sunnan Smáralindar og á Kársnesi er byggð svo þétt og há að steinsteypan ein ræður. Á Traðarreit eystri eiga 180 íbúðir að koma í stað átta húsa. Þar er krafa um þrefalt einangrunargler í nýbyggingunum vegna umferðarhávaða. Hvers eiga þeir sem búa við Digranesveg og hafa bara venjulegt gler í gluggum sínum að gjalda? Virðingarleysi bæjaryfirvalda við þá sem búa í gömlum hverfum er ótrúlegt. Og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi skal haldið áfram á þessari krefjandi braut: „Þó að eldri hverfi bæjarins teljist fullbyggð er í þessu aðalskipulagi áfram horft til þéttingar byggðar í þessum hverfum eins og stefnt hefur verið að á undanförnum árum.” Skylda yfirvalda til samráðs er skýr í skipulagslögum. Hugtakið „vinnslutillaga“ á sér enga stoð í lögum. Engu að síður réttlætir Kópavogsbær skipulagsvinnu fjárfesta - skipulagsvinnu sem bærinn á sjálfur að vinna, með vísan til þess. Vinir Kópavogs ætla að gæta hagsmuna íbúa gegn yfirgangi bæjaryfirvalda sem ganga erinda fjárfesta. Þess vegna þurfum við tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Þannig verðum við í stöðu til að knýja bæjaryfirvöld til samráðs við íbúa. Séu yfirvöld reiðubúin til þess að fara á svig við lög og reglur í skipulagsmálum, því ekki á fleiri sviðum? Það er ekki samboðið virðingu Kópavogs að líða þeim sem fyrir bænum fara að brjóta reglur átölulaust. Vinir Kópavogs vilja reynast traustir regluverðir. Þess vegna er ástæða til að setja x við Y á kjördag. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs, og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun