Fyrrum NBA-leikmaður skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 08:30 Adreian Payne með boltann í leik í NBA deildinni þegar hann spilaði með Minnesota Timberwolves. AP/Jonathan Bachman Adreian Payne lést í gær eftir að hafa verið skotinn til bana þar sem hann var staddur í Orlando í Flórída-fylki. Payne, var aðeins 31 árs gamall, en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Maður að nafni Lawrence Dority hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. Hann hélt kyrru fyrir á morðstaðnum og ræddi við lögreglumenn áður en hann var fluttur í fangelsi. Adreian Payne, former first-round NBA draft pick and star collegiate basketball player at Michigan State, shot and killed in Orlando, authorities say. https://t.co/azv6qnLZBD— ABC News (@ABC) May 10, 2022 Atlanta Hawks valdi Payne í nýliðavalinu 2014 og var hann fimmtándi í röðinni. Payne átti mjög flottan háskólaferil með Michigan State þar sem hann var með 16,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Draymond Green, stjörnuleikmaður Golden State Warriors, minntist hans á samfélagsmiðlum eftir að fréttirnar bárust en þeir voru liðsfélagar í tvö tímabil hjá Michigan State. Hann skrifaði líka minningarorð á skóinn sinn í leiknum í úrslitakeppninni í nótt eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond's kicks tonight pay homage to his college teammate, Adreian Payne pic.twitter.com/CHRMFrhBKz— Golden State Warriors (@warriors) May 10, 2022 Payne spilaði í fjögur tímabil í NBA-deildinni og flakkaði á milli liða. Á endanum lét Orlando Magic hann fara eftir að nafn hans kom fram í frétt um meint kynferðisbrot í Michigan State háskólanum árið 2010 en enginn var ákærður í því máli. Payne lék alls 107 leiki í NBA og var með 4,0 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Eftir NBA-ferillinn endaði þá reyndi Payne fyrir sér í Evrópu. Á þessu tímabili spilaði hann með Juventus Utena í litháensku deildinni en árið 2021 spilaði hann með Ormanspor í Tyrklandi en auk þess hafði hann spilaði í Grikklandi, Frakklandi og Kína. Payne vakti mikla athygli þegar hann vingaðist við hina átta ára gömlu Lacey Holsworth sem var með krabbamein. Hún lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann leyfði henni að skera bút úr netinu eftir að Michigan State vann Big Ten deildina árið 2014. So sad to hear that former Michigan State star Adreian Payne passed away at the age of 31. AP was an outstanding player for Tom Izzo, and befriended Lacey Holsworth through her battle with cancer. RIP Adreian Payne. pic.twitter.com/YLXVGwINCV— Jay Bilas (@JayBilas) May 9, 2022 NBA Andlát Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Payne, var aðeins 31 árs gamall, en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Maður að nafni Lawrence Dority hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. Hann hélt kyrru fyrir á morðstaðnum og ræddi við lögreglumenn áður en hann var fluttur í fangelsi. Adreian Payne, former first-round NBA draft pick and star collegiate basketball player at Michigan State, shot and killed in Orlando, authorities say. https://t.co/azv6qnLZBD— ABC News (@ABC) May 10, 2022 Atlanta Hawks valdi Payne í nýliðavalinu 2014 og var hann fimmtándi í röðinni. Payne átti mjög flottan háskólaferil með Michigan State þar sem hann var með 16,4 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Draymond Green, stjörnuleikmaður Golden State Warriors, minntist hans á samfélagsmiðlum eftir að fréttirnar bárust en þeir voru liðsfélagar í tvö tímabil hjá Michigan State. Hann skrifaði líka minningarorð á skóinn sinn í leiknum í úrslitakeppninni í nótt eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond's kicks tonight pay homage to his college teammate, Adreian Payne pic.twitter.com/CHRMFrhBKz— Golden State Warriors (@warriors) May 10, 2022 Payne spilaði í fjögur tímabil í NBA-deildinni og flakkaði á milli liða. Á endanum lét Orlando Magic hann fara eftir að nafn hans kom fram í frétt um meint kynferðisbrot í Michigan State háskólanum árið 2010 en enginn var ákærður í því máli. Payne lék alls 107 leiki í NBA og var með 4,0 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik. Eftir NBA-ferillinn endaði þá reyndi Payne fyrir sér í Evrópu. Á þessu tímabili spilaði hann með Juventus Utena í litháensku deildinni en árið 2021 spilaði hann með Ormanspor í Tyrklandi en auk þess hafði hann spilaði í Grikklandi, Frakklandi og Kína. Payne vakti mikla athygli þegar hann vingaðist við hina átta ára gömlu Lacey Holsworth sem var með krabbamein. Hún lést aðeins nokkrum vikum eftir að hann leyfði henni að skera bút úr netinu eftir að Michigan State vann Big Ten deildina árið 2014. So sad to hear that former Michigan State star Adreian Payne passed away at the age of 31. AP was an outstanding player for Tom Izzo, and befriended Lacey Holsworth through her battle with cancer. RIP Adreian Payne. pic.twitter.com/YLXVGwINCV— Jay Bilas (@JayBilas) May 9, 2022
NBA Andlát Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira