Íþróttakennari án aðstöðu Ómar Freyr Rafnsson skrifar 10. maí 2022 16:31 Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast. Einn stærsti gallinn, eða mesta áskorunin, er örugglega eins og margir íþróttakennarar hér í Hafnarfirði þekkja; bág aðstaða til íþróttakennslu eins og staðan er í dag við Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla. Samkvæmt skipulagi var og er gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið. Margt gott hefur áunnist fyrir íþróttahreyfinguna hér í Hafnarfirði. Knatthús í fullri stærð hefur risið í Kaplakrika fyrir bæði yngri og eldri iðkendur, körfuknattleikshús er komið upp hjá Haukum og nýlega var samþykkt að knatthús muni rísa á Ásvöllum svo fátt eitt sé nefnt. Skarðshlíðarskóli reis og með honum glæsileg aðstaða til íþróttakennslu fyrir nemendur, sama má segja um Lækjarskóla þar sem bæði er hægt að senda nemendur í sund og íþróttir á sama stað. Enn er þó staðan þannig að Öldutúnsskóli situr eftir og hefur ekki ennþá fengið íþróttahús fyrir sína nemendur og eru þeir þess í stað sendir með rútu í nálæg íþróttahús hér í bænum. Nú ætti að vera kominn tími á að við förum í þær framkvæmdir að byggja fyrir okkar nemendur íþróttahús. Ekki bara við Öldutúnsskóla, heldur líka Hvaleyraskóla og Áslandsskóla. Þessi hús er vel hægt að nýta t.d. fyrir eldra fólk í hverfum til frekari heilsueflingar eftir að skilgreindu skólastarfi lýkur, hægt að nýta fyrir íþróttahópa og fleira. Það var því ánægjulegt að sjá að Framsókn í Hafnarfirði er með það á sinni málefnaskrá að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúsa við þessa skóla. Það er kominn tími til. Það er ljóst að framtíðin ræðst á miðjunni hér í Hafnarfirði. Ég mun setja x við B. Höfundur er íþróttakennari í Öldutúnsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Íþróttir barna Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast. Einn stærsti gallinn, eða mesta áskorunin, er örugglega eins og margir íþróttakennarar hér í Hafnarfirði þekkja; bág aðstaða til íþróttakennslu eins og staðan er í dag við Öldutúnsskóla, Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla. Samkvæmt skipulagi var og er gert ráð fyrir íþróttahúsi við Öldutúnsskóla. Því miður hefur ekki tekist að koma því til framkvæmda og féll það niður eins og svo margt annað eftir að íslenska þjóðin gekk í gegnum hrunið sem hafði áhrif á allt samfélagið. Margt gott hefur áunnist fyrir íþróttahreyfinguna hér í Hafnarfirði. Knatthús í fullri stærð hefur risið í Kaplakrika fyrir bæði yngri og eldri iðkendur, körfuknattleikshús er komið upp hjá Haukum og nýlega var samþykkt að knatthús muni rísa á Ásvöllum svo fátt eitt sé nefnt. Skarðshlíðarskóli reis og með honum glæsileg aðstaða til íþróttakennslu fyrir nemendur, sama má segja um Lækjarskóla þar sem bæði er hægt að senda nemendur í sund og íþróttir á sama stað. Enn er þó staðan þannig að Öldutúnsskóli situr eftir og hefur ekki ennþá fengið íþróttahús fyrir sína nemendur og eru þeir þess í stað sendir með rútu í nálæg íþróttahús hér í bænum. Nú ætti að vera kominn tími á að við förum í þær framkvæmdir að byggja fyrir okkar nemendur íþróttahús. Ekki bara við Öldutúnsskóla, heldur líka Hvaleyraskóla og Áslandsskóla. Þessi hús er vel hægt að nýta t.d. fyrir eldra fólk í hverfum til frekari heilsueflingar eftir að skilgreindu skólastarfi lýkur, hægt að nýta fyrir íþróttahópa og fleira. Það var því ánægjulegt að sjá að Framsókn í Hafnarfirði er með það á sinni málefnaskrá að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúsa við þessa skóla. Það er kominn tími til. Það er ljóst að framtíðin ræðst á miðjunni hér í Hafnarfirði. Ég mun setja x við B. Höfundur er íþróttakennari í Öldutúnsskóla.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar