Austurheiðar – hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 11. maí 2022 07:31 Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni viljum efla Austurheiðar með markvissari hætti sem fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir borgarbúa á öllum aldri með ólík áhugamál sem gætu notið útivistar og náttúru án þess að ganga á gjafir náttúrunnar. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Austurheiðar víðáttumikið heiðaland sem nær yfir Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn og Reynisvatn ásamt þeim hluta Langavatns sem er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur. Heiðin er mikið til skógi vaxin og lúpínubreiður þekja stóra hluta svæðisins. Við sjáum fyrir okkur að svæðið nýtist hópum eins og hestafólki, fjallahjólreiðamönnum, fyrir göngu og utanvegahlaup og jafnvel vetraríþróttir eins og gönguskíði. Mikilvægt er að ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði og aðliggjandi svæða eins og Rauðavatn þannig að hægt verði að stunda fjölbreytta útivist allt árið um kring. Hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga verður til og þannig fá borgarbúar fái að njóta náttúru, heilbrigðs lífstíls og útivistar allt árið um kring í jaðri borgarinnar. Bætt aðstaða í Nauthólsvík Sjósund er ein tegund útivistar sem slegið hefur í gegn á síðustu árum en Ylströndin var opnuð fyrir 20 árum og vegna aukinnar aðsóknar þarf að stækka aðstöðuna. Það er erfitt að lýsa, fyrir þeim sem ekki hafa prófað, þeirri upplifun að synda í sjónum, vera með sjávarlykt fyrir vitum, salt á vörum og tíminn stendur í stað. Ekkert annað kemst að – hugurinn fær hvíld, bara þú, náttúran og sjórinn. Samfylkingin vill bæta aðstöðu við Ylströndina í Nauthólsvík, lengja afgreiðslutíma, fá nýjan útiklefa og nýjan heitan pott með aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Gera Ylströndina að ennþá betri griðarstað fyrir þá sem hana sækja. Perlufestin í Öskjuhlíð Perlufestin er tæplega 1,5 km langur lýðheilsu- og upplifunarstígur sem liggur í Öskjuhlíð og bindur margskonar perlur saman á einum hring. Markmið er að Öskjuhlíðin nýtist fleiri hópum sem vilja njóta útivistar á þessu svæði en hann er nánast láréttur hringstígur ofarlega í Öskjuhlíð verður greiðfær, upplýstur og að hluta til snjóbræddur. Þar með opnast aðgengi allra að þessum dásemdarstað sem Öskjuhlíðin geymir allan ársins hring. Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, um að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Við höfum sýnt það að það skiptir máli hver leiðir borgina í gegnum breytingar, hver er tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir þvert á háværar raddir sterkra hagsmunaaðila og vera leiðandi afl fyrir betri og heilsusamlegri borg. Hjólaborgin Reykjavík er nefnilega ekki bara lýðheilsumál heldur líka okkar stærsta loftslagsmál. Á laugardaginn verður gengið til mikilvægra kosninga. Þar getum við kosið um framtíðarborgina Reykjavík. Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í með áframhaldandi uppbyggingu í stað þess að þenja byggðina út. Samfylkingin vill fjárfesta í lífsgæðaborginni, borg hinna sterku hverfa þar sem fólk býr. Kjósum lífsgæði og setjum X við S. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun