Mannréttindi fólks með fötlun Víðir Sigurðsson skrifar 10. maí 2022 18:31 Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar