Heilbrigðisþjónustan – við höfum fengið nóg! Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifa 11. maí 2022 08:16 Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Heilbrigðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun