Reykjanesbær þarf að girða sig í brók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifar 11. maí 2022 09:45 Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp. Alls staðar voru teppi sem höfðu sinn ákveðna sjarma – bara ryksuga og allt var orðið „hreint“ og fínt. En eftir því sem íbúðir tæmast og fá nýja íbúa eru tækifærin nýtt og því gamla skipt út fyrir það nýja, parket kemur í staðinn og allt lítur betur út. Þegar fyrst var opnað inn á svæðið eftir að herinn fór og glæsilegar nemendaíbúðir voru kynntar til leiks varð allt svo spennandi. Þetta varð svæði tækifæranna. Keilir kynnti til leiks Háskólabrú og húsnæði fyrir nýja nemendur og oft var og er talað um það nám sem annað tækifæri fyrir þá sem flosnuðu úr námi en voru nú tilbúin, einbeittari og gátu í þokkabót leigt íbúðir á frábærum nemendakjörum. Svæðið er enn að bjóða upp á ný tækifæri. Heilu blokkirnar hafa verið settar á sölu og einstaklingar hafa fjárfest í fallegum, uppgerðum íbúðum á viðráðanlegu verði. En eins og svæðið er flott og möguleikarnir endalausir þá virðist enn vanta upp á skuldbindingu Reykjanesbæjar til að gera þetta að íbúahverfi. Svæðið er enn hrátt um að lítast, vantar allan huggulegan gróður og útivistasvæðum barna hefur farið sífellt fækkandi. Lítið hefur verið um viðhald og því leiktækin bara tekin og ekkert sett í staðinn. Strætó ferðir eru ekki að gera mikið fyrir þá einstaklinga sem þarna búa, bæði börn og fullorðna, sem þurfa að komast í tómstundir og verslanir utan Ásbrúar (það eru reyndar engar matvöruverslanir á Ásbrú en vá hvað það væri frábært ef svo væri!). Þetta hverfi á það til að verða útundan þrátt fyrir að vera jafngildur hluti Reykjanesbæjar og Keflavík, Njarðvík og Hafnir eru. Við í Umbót skorum á Reykjanesbæ að girða sig í brók og sinna þessum hluta bæjarins af meiri alúð eins og hann á skilið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun