ASÍ og stórfyrirtæki verða að hemja sig, enda bara 1% af atvinnulífinu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 14:30 Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum. Ómöguleikinn birtist fyrst og fremst í því að við erum að fara í kjarasamninga sem mega ekki leiða af sér launahækkanir. Minna má í þessu sambandi á, að frá síðustu kjarasamningum hafa laun hækkað um fjórðung og launavísitalan um 7%-8%. Segja má að launahækkanir hafi verið teknar út „fyrirfram“, þ.e. búið sé að greiða þær launahækkanir sem innstæða er fyrir innan hagkerfisins í bili. Þetta þýðir á mannamáli að komandi kjarasamningar verða að snúast um getu fyrirtækja til að takast á við það umhverfi sem blasir við og einblína á að auka kaupmátt fremur en krónutölu eða prósentu hækkanir launa. Það verður á herðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja að halda verðbólgu niðri. Það eru hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur launafólks aukist, enda eru viðskiptavinir lítilla og meðalstóra fyrirsækja oftar en ekki launþegar á Íslandi. Þessi ómöguleiki er flestum skýr. Ríkisstjórnin hefur sem dæmi hvatt verkalýðshreyfinguna eindregið til að stilla launakröfum í hóf og allir helstu álitsgjafar innan hagfræðinnar keppast við að benda á afleiðingar þess fari launaliðurinn úr böndunum í komandi kjarasamningum, eins og því miður flest bendir til á þessari stundu að gerist. Þá beinast spjótin ekki eingöngu að launþegum og launakröfum þeirra. Stórfyrirtæki verða einnig að hemja sig í arðgreiðslum og launagreiðslum æðstu stjórnenda. Hafa sífellt fleiri verið að taka upp þennan punkt, að ekki sé ásættanlegt að þessi afmarkaði fyrirtækjahópur hleypi með jöfnu bili upp vinnumarkaðnum með ofurarðgreiðslum og ofurlaunum, sem eiga sér enga stoð í íslenskum veruleika. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja á Íslandi og eru að greiða 70% af öllum launagreiðslum hér á landi. Í þessum fyrirtækjum er ekki að finna ofurhagnaði og ofurbónusa. Þessi hluti atvinnulífsins þarf að hafa rödd við borðið í komandi kjarasamningum. Annað er hreinlega galið. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum. Ómöguleikinn birtist fyrst og fremst í því að við erum að fara í kjarasamninga sem mega ekki leiða af sér launahækkanir. Minna má í þessu sambandi á, að frá síðustu kjarasamningum hafa laun hækkað um fjórðung og launavísitalan um 7%-8%. Segja má að launahækkanir hafi verið teknar út „fyrirfram“, þ.e. búið sé að greiða þær launahækkanir sem innstæða er fyrir innan hagkerfisins í bili. Þetta þýðir á mannamáli að komandi kjarasamningar verða að snúast um getu fyrirtækja til að takast á við það umhverfi sem blasir við og einblína á að auka kaupmátt fremur en krónutölu eða prósentu hækkanir launa. Það verður á herðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja að halda verðbólgu niðri. Það eru hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur launafólks aukist, enda eru viðskiptavinir lítilla og meðalstóra fyrirsækja oftar en ekki launþegar á Íslandi. Þessi ómöguleiki er flestum skýr. Ríkisstjórnin hefur sem dæmi hvatt verkalýðshreyfinguna eindregið til að stilla launakröfum í hóf og allir helstu álitsgjafar innan hagfræðinnar keppast við að benda á afleiðingar þess fari launaliðurinn úr böndunum í komandi kjarasamningum, eins og því miður flest bendir til á þessari stundu að gerist. Þá beinast spjótin ekki eingöngu að launþegum og launakröfum þeirra. Stórfyrirtæki verða einnig að hemja sig í arðgreiðslum og launagreiðslum æðstu stjórnenda. Hafa sífellt fleiri verið að taka upp þennan punkt, að ekki sé ásættanlegt að þessi afmarkaði fyrirtækjahópur hleypi með jöfnu bili upp vinnumarkaðnum með ofurarðgreiðslum og ofurlaunum, sem eiga sér enga stoð í íslenskum veruleika. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja á Íslandi og eru að greiða 70% af öllum launagreiðslum hér á landi. Í þessum fyrirtækjum er ekki að finna ofurhagnaði og ofurbónusa. Þessi hluti atvinnulífsins þarf að hafa rödd við borðið í komandi kjarasamningum. Annað er hreinlega galið. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun