Við unga fólkið og kosningar Elva María Birgisdóttir skrifar 12. maí 2022 06:31 Kæru jafnaldrar. Núna á laugardaginn eru kosningar, og ekki bara hvaða kosningar sem er, heldur eru þær mjög mikilvægar og skipta sköpum fyrir okkar framtíð hér í Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu að tala um sveitarstjórnarkosningarnar. Vissulega svolítið langt orð sem getur virkað fráhrindandi, ég veit. Það er nefnilega þannig að við unga fólkið eigum það til að mæta síður á kjörstað en foreldrar okkar og þau sem eldri eru. Það er margt í gangi en það er samt sem áður svo mikilvægt að nýta kosningaréttinn okkar. Við verðum að taka okkur á, mæta, og kjósa! Því með því höfum við áhrif á það sem koma skal, við höfum okkar atkvæði og við verðum að nýta það þar sem um framtíðina okkar og velferð er að ræða. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem leggur mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu óháð kyni, húðlit, stöðu innan samfélagsins, uppruna, fötlunar, kynhneigðar og fl. Samfylkingin í Reykjavík vill búa til grænni, loftslagsvænni og bara almennt skemmtilegri borg þar sem Borgarlína, almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi eru í fyrirrúmi. Við ætlum að byggja upp íbúðir á eftirsóttum svæðum í borginni af enn meiri krafti en áður, og þá sérstaklega viljum við leggja áherslu á húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa. Síðustu ár hafa verið byggðar fleiri íbúðir en nokkurn tímann áður í Reykjavík (meira en 1.000 íbúðir á ári) en Samfylkingin ætlar að byggja 2.000 íbúðir árlega á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er á húsnæðismarkaðnum í dag. Þetta eru stór málefni sem okkur unga fólkið varðar. Ég hef gríðarlega trú á flokknum og veit að þetta eru ekki bara innantóm loforð. Það hreinlega er ekki í boði þar sem svo margt er í húfi. Mætið á kjörstað (hægt að sjá hér hvar þú átt að mæta www.reykjavik.is/kosningar), kjósið, og ef þið viljið sjá Reykjavík blómstra áfram- setjið þá x við S. Höfundur skipar 20.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kæru jafnaldrar. Núna á laugardaginn eru kosningar, og ekki bara hvaða kosningar sem er, heldur eru þær mjög mikilvægar og skipta sköpum fyrir okkar framtíð hér í Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu að tala um sveitarstjórnarkosningarnar. Vissulega svolítið langt orð sem getur virkað fráhrindandi, ég veit. Það er nefnilega þannig að við unga fólkið eigum það til að mæta síður á kjörstað en foreldrar okkar og þau sem eldri eru. Það er margt í gangi en það er samt sem áður svo mikilvægt að nýta kosningaréttinn okkar. Við verðum að taka okkur á, mæta, og kjósa! Því með því höfum við áhrif á það sem koma skal, við höfum okkar atkvæði og við verðum að nýta það þar sem um framtíðina okkar og velferð er að ræða. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur sem leggur mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu óháð kyni, húðlit, stöðu innan samfélagsins, uppruna, fötlunar, kynhneigðar og fl. Samfylkingin í Reykjavík vill búa til grænni, loftslagsvænni og bara almennt skemmtilegri borg þar sem Borgarlína, almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi eru í fyrirrúmi. Við ætlum að byggja upp íbúðir á eftirsóttum svæðum í borginni af enn meiri krafti en áður, og þá sérstaklega viljum við leggja áherslu á húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur og tekjulægri hópa. Síðustu ár hafa verið byggðar fleiri íbúðir en nokkurn tímann áður í Reykjavík (meira en 1.000 íbúðir á ári) en Samfylkingin ætlar að byggja 2.000 íbúðir árlega á næsta kjörtímabili til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er á húsnæðismarkaðnum í dag. Þetta eru stór málefni sem okkur unga fólkið varðar. Ég hef gríðarlega trú á flokknum og veit að þetta eru ekki bara innantóm loforð. Það hreinlega er ekki í boði þar sem svo margt er í húfi. Mætið á kjörstað (hægt að sjá hér hvar þú átt að mæta www.reykjavik.is/kosningar), kjósið, og ef þið viljið sjá Reykjavík blómstra áfram- setjið þá x við S. Höfundur skipar 20.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun