Samskipti og þjónusta við íbúa - Gerum betur Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir skrifar 13. maí 2022 09:00 Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun