Tvennt í boði í borginni Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir skrifa 13. maí 2022 07:45 Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Reykjavík er að mörgu leyti frábær og skemmtileg borg. Hún er iðandi af mannlífi og menningu og ósnortin náttúran er skammt undan. Skíðasvæði í túnfætinum, laxveiðiá í miðju þéttbýlinu, golfvöllur innan borgarmarka og þéttofnar reiðleiðir á útjaðrinum eru aðeins nokkur sérkenni borgarinnar okkar. Reykjavík er einstök á heimsvísu. Það er hins vegar hökt í borginni. Borgarbúar eru óánægðir með þjónustuna. Framkvæmdir standa á sér. Rekstur borgarinnar er losaralegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vandræðagangur í leikskólamálum veldur því að tæplega þúsund börn sitja föst á biðlistum um alla borg. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Skattar og álögur eru í hæstu hæðum. Borgin okkar á skilið að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða Reykjavík þar sem forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu við borgarbúa. Borg þar sem reksturinn er tekinn föstum tökum. Borg sem stendur með íbúum sínum og atvinnurekendum þegar þau finna fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum, frystir fasteignagjöld þannig hægt sé að koma böndum á hækkandi útgjöld heimilanna. Borg sem tekur utan um öflugt atvinnulíf í stað þess að leggja stein í götu þess. Reykvíkingar ganga að kjörkössunum á laugardag og valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með breyttri og betri stjórn á borginni. Atkvæði greitt öðrum er atkvæði með áframhaldandi losarabrag. Það er bara tvennt í boði. Kjósum aðgerðir í stað orða. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Reykjavík er að mörgu leyti frábær og skemmtileg borg. Hún er iðandi af mannlífi og menningu og ósnortin náttúran er skammt undan. Skíðasvæði í túnfætinum, laxveiðiá í miðju þéttbýlinu, golfvöllur innan borgarmarka og þéttofnar reiðleiðir á útjaðrinum eru aðeins nokkur sérkenni borgarinnar okkar. Reykjavík er einstök á heimsvísu. Það er hins vegar hökt í borginni. Borgarbúar eru óánægðir með þjónustuna. Framkvæmdir standa á sér. Rekstur borgarinnar er losaralegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vandræðagangur í leikskólamálum veldur því að tæplega þúsund börn sitja föst á biðlistum um alla borg. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Skattar og álögur eru í hæstu hæðum. Borgin okkar á skilið að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða Reykjavík þar sem forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu við borgarbúa. Borg þar sem reksturinn er tekinn föstum tökum. Borg sem stendur með íbúum sínum og atvinnurekendum þegar þau finna fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum, frystir fasteignagjöld þannig hægt sé að koma böndum á hækkandi útgjöld heimilanna. Borg sem tekur utan um öflugt atvinnulíf í stað þess að leggja stein í götu þess. Reykvíkingar ganga að kjörkössunum á laugardag og valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með breyttri og betri stjórn á borginni. Atkvæði greitt öðrum er atkvæði með áframhaldandi losarabrag. Það er bara tvennt í boði. Kjósum aðgerðir í stað orða. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar