Mesta hrun í lokaúrslitum frá því eftir hrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Þetta leit rosalega vel út hjá Tindastólsmönnum fram eftir leik en svo fór allt úrskeiðis hjá þeim. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll var 21 stigi yfir í leiknum á móti Val á Hlíðarenda í gær en tókst að glutra því niður og lenda aftur undir í úrslitaeinvíginu á móti Val. Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021 Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Valsmenn grófu sig upp úr þessari stóru holu, unnu leikinn 94-89 og fá því tvo leiki til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn í 39 ár. Tindastólsmenn voru 52-31 yfir mínútu fyrir hálfleik en Valsmönnum tókst að minnka muninn í sextán stig fyrir hlé, 52-36. Fyrsta karfa seinni hálfleiks var þriggja stiga karfa frá Tindastólsmanninum Taiwo Badmus sem kom liðinu þá nítján stigum yfir, 55-36. Á þeim tímapunkti voru örugglega flestir ef ekki allir búnir að afskrifa Valsmenn sem skoruðu ekki fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik. Þá breyttist hins vegar allt en áhlaupið hófst með þriggja stiga körfum frá þeim Pavel Ermolinskij og Callum Reese Lawson. Valsmenn enduðu á því að vinna síðustu átján mínútur leiksins með 24 stiga mun, 48-24. Stólarnir skoruðu 55 stig á fyrstu 22 mínútum leiksins en aðeins 24 stig á síðustu 18 mínútunum. Stólarnir buðu þarna upp á mesta hrun hjá einu liði í lokaúrslitum frá Bankahruninu 2008. KKÍ hefur boðið upp á lifandi tölfræði frá árinu 2008 og þar er hægt að nálgast upplýsingar um forystu liða í hverjum leik frá þeim tíma. Fram að leiknum í gær þá voru Grindvíkingar það lið sem hafði misst niður mesta forskotið í leik í lokaúrslitum. Þeir voru sextán stigum yfir á móti KR á heimavelli í leik tvö í lokaúrslitunum 2017 (20-4) en töpuðu leiknum á endanum með einu stigi, 88-89. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá skyldu sextán stig af liðin í fyrsta leikhlutanum en KR-ingar voru þá búnir að minnka muninn niður í tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 23-21. Tvö lið höfðu misst niður fjórtán stiga forskot í úrslitaeinvígunum frá 2008 til 2021 en það voru Stjörnumenn árið 2011 og KR-ingar árið 2019. Stjörnuliðið var fjórtán stigum yfir í þriðja leik á móti KR í úrslitunum fyrir ellefu árum (31-14 í fyrsta leikhluta) en tapaði leiknum á endanum með tuttugu stiga mun, 81-101. KR-ingar hafa þarna tvisvar komið til baka en þeir misstu niður fjórtán stiga forskot á heimavelli í þriðja leik á móti ÍR vorið 2019. KR var þá 64-50 yfir í þriðja leikhlutanum sem var þá það mesta forskot sem lið hefur misst niður í seinni hálfleik fram að leiknum í gær þegar Stólarnir voru nítján stigum yfir í byrjun þriðja leikhluta. KR missti líka niður tólf stiga forskot á móti Grindavík 2014 og Haukum 2016 en vann bæði einvígin á endanum. Hér fyrir neðan má sjá mestu hrunin í lokaúrslitum frá því eftir Bankahrunið 2008. Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Lið sem hafa misst niður mesta forystu í lokaúrslitum frá 2008: 21 stig - Tindastóll í tapi fyrir Val í þriðja leik úrslitanna 2022 16 stig - Grindavík í tapi fyrir KR í öðrum leik úrslitanna 2017 14 stig - Stjarnan í tapi fyrir KR í þriðja leik úrslitanna 2011 14 stig - KR í tapi fyrir ÍR í þriðja leik úrslitanna 2019 12 stig - KR í tapi fyrir Grindavík í öðrum leik úrslitanna 2014 12 stig - KR í tapi fyrir Haukum í þriðja leik úrslitanna 2016 11 stig - Grindavík í tapi fyrir Stjörnunni í þriðja leik úrslitanna 2013 10 stig - Keflavík í tapi fyrir Þór Þorl. í fjórða leik úrslitanna 2021
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum