Heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2022 11:20 Hjónin Peggy Helgason og Sigurður Helgason við komuna til Raleigh í gærkvöldi. KMU Hjónin Peggy Oliver Helgason og Sigurður Helgason voru sérstakir heiðursgestir í fyrsta flugi Icelandair til borganna Raleigh og Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Icelandair kynnir nýjan áfangastað. Svo skemmtilega vill til að þau Peggy og Sigurður kynntust einmitt í Norður-Karólínu þegar þau stunduðu þar nám við sama háskólann. Þá er Raleigh einnig heimabær Peggy. Sigurður var forstjóri Flugleiða, síðar Icelandair, á árunum 1985 til 2005, og hafði áður verið í stjórnunarstöðum innan félagsins. Hann tengdist félaginu meira og minna í 43 ár og var síðast stjórnarformaður Icelandair Group til ársins 2017. Peggy, sem er iðjuþjálfi að mennt, hefur einnig komið að málefnum Icelandair en hugmyndin að stofnun styrktarsjóðsins Vildarbarna Icelandair kom frá henni og hefur hún síðan verið helsti drifkrafturinn á bak við sjóðinn. Hjónin hafa bæði setið í stjórn hans en markmiðið er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til að fara í draumaferð. Árið 2017 var Peggy sæmd fálkaorðunni fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi. Icelandair mun fljúga fjórum sinnum í viku til Raleigh-Durham, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum, frá 12. maí til 30. október. Flugstjóri í þessu fyrsta flugi var Þórarinn Hjálmarsson. Hér er hann, annar frá vinstri, með áhöfn sinni við brottförina frá Keflavík síðdegis í gær ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála.Icelandair „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar. Norður-Karólína er spennandi svæði fyrir Íslendinga að heimsækja auk þess sem flug okkar opnar mjög hentugar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu, bæði til Íslands og áfram til fjölda áfangastaða í Evrópu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í frétt frá félaginu. „Eftir því sem áhrif heimsfaraldursins hafa dvínað höfum við byggt flugstarfsemina hratt upp. Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018,“ segir Bogi ennfremur. Í tilkynningu félagsins segir að nágrannaborgirnar Raleigh og Durham hafi vaxið hratt undanfarin ár. Norður-Karólína hafi upp á margt að bjóða; spennandi söfn, fallegar gönguleiðir, glæsilega golfvelli og suðrænan sjarma. Icelandair Bandaríkin Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23 Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34 Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að þau Peggy og Sigurður kynntust einmitt í Norður-Karólínu þegar þau stunduðu þar nám við sama háskólann. Þá er Raleigh einnig heimabær Peggy. Sigurður var forstjóri Flugleiða, síðar Icelandair, á árunum 1985 til 2005, og hafði áður verið í stjórnunarstöðum innan félagsins. Hann tengdist félaginu meira og minna í 43 ár og var síðast stjórnarformaður Icelandair Group til ársins 2017. Peggy, sem er iðjuþjálfi að mennt, hefur einnig komið að málefnum Icelandair en hugmyndin að stofnun styrktarsjóðsins Vildarbarna Icelandair kom frá henni og hefur hún síðan verið helsti drifkrafturinn á bak við sjóðinn. Hjónin hafa bæði setið í stjórn hans en markmiðið er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri til að fara í draumaferð. Árið 2017 var Peggy sæmd fálkaorðunni fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi. Icelandair mun fljúga fjórum sinnum í viku til Raleigh-Durham, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum, frá 12. maí til 30. október. Flugstjóri í þessu fyrsta flugi var Þórarinn Hjálmarsson. Hér er hann, annar frá vinstri, með áhöfn sinni við brottförina frá Keflavík síðdegis í gær ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála.Icelandair „Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar. Norður-Karólína er spennandi svæði fyrir Íslendinga að heimsækja auk þess sem flug okkar opnar mjög hentugar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu, bæði til Íslands og áfram til fjölda áfangastaða í Evrópu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í frétt frá félaginu. „Eftir því sem áhrif heimsfaraldursins hafa dvínað höfum við byggt flugstarfsemina hratt upp. Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018,“ segir Bogi ennfremur. Í tilkynningu félagsins segir að nágrannaborgirnar Raleigh og Durham hafi vaxið hratt undanfarin ár. Norður-Karólína hafi upp á margt að bjóða; spennandi söfn, fallegar gönguleiðir, glæsilega golfvelli og suðrænan sjarma.
Icelandair Bandaríkin Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23 Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34 Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. 12. janúar 2022 09:23
Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16. desember 2021 16:34
Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair í dag Í hverjum styrk frá sjóðnum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur 19. apríl 2018 14:19