Dymbilvika kosninga. Þegar og ef? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 13. maí 2022 13:10 Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásgeir Ólafsson Lie Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun